Innlent

Sigurður Ingi boðar stjórnarandstöðuna á fund

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar munu að öllum líkindum funda með forsætisráðherra á morgun.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar munu að öllum líkindum funda með forsætisráðherra á morgun. vísir/Stefán
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur boðað forystumenn stjórnarandstöðunnar á fund sinn á morgun þar sem hann mun væntanlega ræða við þá um málalista nýrrar ríkisstjórnar sem tók við í liðinni viku.

Ekki liggur fyrir hvort að ráðherrann muni hitta forystumennina saman eða hvern fyrir sig en heimildir fréttastofu herma þó að Sigurður Ingi vilji frekar hitta þá einn og einn en alla saman. Það er þó spurning hvort að slík fundahöld hugnist stjórnarandstöðunni sem gæti mögulega frekar viljað mæta sameinuð til leiks.

Í samtali við Vísi í morgun sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að stjórnarandstaðan legði áherslu á að settur yrði dagur fyrir kosningar í haust sem allra fyrst. Þá væri jafnframt mikilvægt að fá fram málalista ríkisstjórnar sem fyrst.

Uppfært klukkan 16:07: Forystumenn stjórnarandstöðunnar munu funda saman með forsætisráðherra í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Óljós dagskrá þingfunda næstu daga

Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×