Ólafur Kristjánsson nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 09:30 Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsi-mörkin 2016. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira