Pavel: Við erum miklu sterkari fimm á fimm Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2016 21:30 Pavel var góður í kvöld. vísir/anton "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
"Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi etir 72-54 sigur KR á Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira