Fótbolti

Eiður Smári lagði upp mark fyrir Molde

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári í leik með Molde
Eiður Smári í leik með Molde mynd/moldefk.no
Fimm leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og voru Íslendingarnir í eldlínunni á flestum vígstöðum.

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Molde, lagði upp mark fyrir Petter Strand þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Start. Eiður var í byrjunarliði Molde og var tekinn af vell rétt fyrir leikslok.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start.

Rosenborg vann fínan sigur á Aalesund 1-0 en Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður í liði Rosenborg þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum.  

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn fyrir Aalesund og sat Guðmundur Þórarinsson allan leikinn á bekknum hjá Rosenborg.

Björn Daníel Sverrisson lék í 74 mínútur fyrir Viking sem tapaði fyrir Odd, 2-0.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í norska boltanum:

Brann 1 - 0 Bodø/Glimt

Rosenborg 1 - 0 Aalesund

Tromsø 2 - 0 Strømsgodset

Start 1 - 1 Molde

Viking 0 - 2 Odd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×