Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-24 | Rassskelling í Valshöllinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2016 21:00 vísir/ernir Valur skellti Aftureldingu 30-24 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld og tók 2-1 forystu í einvígi liðanna. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Sóknarleikur liðsins var frábær og liðið skoraði nánast að vild lengi vel. Markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot fyrr en á 18. mínútu en á sama tíma var Hlynur Morthens með 62% markvörslu í marki Vals. Fyrir framan Hlyn lék Valur frábæra vörn og áttu Mosfellingar í miklum vandræðum með að skapa sér opin færi. Leikmenn Aftureldingar virtust hreinlega missa móðinn og fór sjálfstraustið og trúin á verkefnið út í veður og vind ótrúlega snemma eftir tvo spennandi leiki í einvíginu. Það var einfaldlega meiri kraftur í liði Vals og voru úrslitin í raun ráðin í hálfleik þar sem Valur var 18-9 yfir. Afturelding mætti þó öllu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Allt annað var að sjá vörn liðins og liðið nýtti sér ákveðið kæruleysi sem gerði vart við sig í leik heimamanna og minnkaði muninn í fimm mörk. Nær komust gestirnir þó ekki og náði leikurinn aldrei að verða spennandi í seinni hálfleik þó yfirburði Vals hafi ekki verið þeir sömu og í fyrri hálfleiknum. Hægri vængurinn hjá Val var óstöðvandi í leiknum. Sveinn Aron Sveinsson skoraði 9 mörk og Geir Guðmundsson 7 en Geir þurfti að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik vegna meiðsla en jafnaði sig ótrúlega fljótt og kom aftur inn á nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Hólmar Helgason átti einnig mjög góðan leik fyrir Val jafnt í vörn og sókn. Mosfellingar vilja væntanlega gleyma þessum leik sem allra fyrst. Liðið mætti andlaust til leiks og gaf sér aldrei möguleika í leiknum. Fyrir vikið er Valur einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið en liðin mætast á ný klukkan 17 á laugardaginn í Mosfellsbæ. Óskar Bjarni: Góður kraftur í okkur„Fyrri hálfleikurinn var frábær og varnarleikurinn alveg til fyrirmyndar. Það var góður kraftur í okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir sigurinn örugga í kvöld. „Í seinni hálfleik voru þeir fljótir að koma til baka. Liðið sem er undir þarf að byrja eins og þeir gerðu og það fór aðeins um mig.“ Afturelding náði að minnka muninn úr níu mörkum í fimm en nær komst liðið ekki og Valur vann öruggan sigur. „Það er mikið afrek að vera svona mörgum mörkum yfir í hálfleik gegn frábæru liði Aftureldingar. Stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Oft miklar sveiflur. „Við slökuðum aðeins of mikið á varnarlega og hlupum verr til baka. Mér fannst við slaka full mikið á. Við Valsmenn erum oft skammaðir fyrir þetta, getum ekki haldið einbeitingu leik eftir leik og klárað og svona. Við þurfum að sýna betri standard en þetta og spila betur í seinni hálfleiknum,“ sagði Óskar Ómari Ingi Magnússon og Ólafur Stefánsson eru meiddir og því var enginn til að skipta við Geir Guðmundsson og Svein Aron Sveinsson á hægri vængnum hjá Val. Það fór því um Valsmenn þegar Geir þurfti að fara tímabundið útaf að því er virtist meiddur. „Geir er með svo furðulegar frumur. Hann bara stappar niður fótunum og þá er í lagi með hann og klár í næsta ball. „Ég held að Einar Örn (Jónsson) á RÚV og Valdimar Grímsson séu skráðir í Val. Við þurfum að tékka á þeim,“s sagði Óskar Bjarni léttur í bragði. „Það er mikið álag á Svenna og Geira. Við náum Óla jafnvel aftur inn. Hann þurfti að hvíla aðeins í einhvern tíma. Ég er ekki viss um að við náum honum á laugardaginn en við sjáum til.“ Einar Andri: Ekkert varið í okkur í kvöld„Það vantaði hugarfarið og viljann. Menn mættu ekki til leiks. Af hverju það var er erfitt að svara núna. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Valsmenn voru betri á öllum sviðum handboltans.“ Fyrstu tveir leikir einvígisins voru jafnir og spennandi og fátt sem benti til þess að annað liðið myndi bursta leikinn í kvöld. „Þetta gerist stundum í úrslitakeppninni. Einn leikur endar í bursti þó þetta sé allt saman jafnt. Ef við svörum fyrir þetta á laugardaginn er 2-2 og við þurfum að gera það á laugardaginn. Við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir og að það sé eitthvað varið í okkur. Það var ekkert varið í okkur í kvöld.“ Afturelding náði að minnka forystu Vals sem var níu mörk í hálfleik niður í fimm mörk snemma í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. „Ég sendi Daða (Hafþórsson) á þá og hann kveikti í þeim. Við mættum ekki til leiks og maður fann það á fyrstu mínútunum að það vantaði eitthvað. „Ef við hefðum verið fimm mörkum undir í hálfleik þá hefði þetta verið yfirstíganlegt. Við komum þessu niður fimm en förum með tvær sóknir einum fleiri þar sem við hefðum hugsanlega getað komið þessu niður í fjögur. „Þá hefði kannski komið meiri pressa en þú ferð ekki tíu mörk undir á móti Val og ætlast til að koma til baka eftir það. Það þarf að spila allar mínútur gegn Val. Þeir voru í hlutlausum í seinni hálfleik þó við höfum sýnt meiri kraft,“ sagði Einar Andri. Afturelding er 2-1 undir í einvíginu og má ekki tapa öðrum leik ætli liðið að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að svara fyrir þetta. Við þekkjum þessa stöðu. Við lentum 2-1 undir gegn ÍR í undanúrslitum í fyrra og svöruðum því og kláruðum það. Menn þurfa að kafa djúpt og sýna að það sé eitthvað varið í þá. Það var enginn sem sýndi neitt í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Valur skellti Aftureldingu 30-24 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld og tók 2-1 forystu í einvígi liðanna. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Sóknarleikur liðsins var frábær og liðið skoraði nánast að vild lengi vel. Markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot fyrr en á 18. mínútu en á sama tíma var Hlynur Morthens með 62% markvörslu í marki Vals. Fyrir framan Hlyn lék Valur frábæra vörn og áttu Mosfellingar í miklum vandræðum með að skapa sér opin færi. Leikmenn Aftureldingar virtust hreinlega missa móðinn og fór sjálfstraustið og trúin á verkefnið út í veður og vind ótrúlega snemma eftir tvo spennandi leiki í einvíginu. Það var einfaldlega meiri kraftur í liði Vals og voru úrslitin í raun ráðin í hálfleik þar sem Valur var 18-9 yfir. Afturelding mætti þó öllu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Allt annað var að sjá vörn liðins og liðið nýtti sér ákveðið kæruleysi sem gerði vart við sig í leik heimamanna og minnkaði muninn í fimm mörk. Nær komust gestirnir þó ekki og náði leikurinn aldrei að verða spennandi í seinni hálfleik þó yfirburði Vals hafi ekki verið þeir sömu og í fyrri hálfleiknum. Hægri vængurinn hjá Val var óstöðvandi í leiknum. Sveinn Aron Sveinsson skoraði 9 mörk og Geir Guðmundsson 7 en Geir þurfti að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik vegna meiðsla en jafnaði sig ótrúlega fljótt og kom aftur inn á nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Hólmar Helgason átti einnig mjög góðan leik fyrir Val jafnt í vörn og sókn. Mosfellingar vilja væntanlega gleyma þessum leik sem allra fyrst. Liðið mætti andlaust til leiks og gaf sér aldrei möguleika í leiknum. Fyrir vikið er Valur einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígið en liðin mætast á ný klukkan 17 á laugardaginn í Mosfellsbæ. Óskar Bjarni: Góður kraftur í okkur„Fyrri hálfleikurinn var frábær og varnarleikurinn alveg til fyrirmyndar. Það var góður kraftur í okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir sigurinn örugga í kvöld. „Í seinni hálfleik voru þeir fljótir að koma til baka. Liðið sem er undir þarf að byrja eins og þeir gerðu og það fór aðeins um mig.“ Afturelding náði að minnka muninn úr níu mörkum í fimm en nær komst liðið ekki og Valur vann öruggan sigur. „Það er mikið afrek að vera svona mörgum mörkum yfir í hálfleik gegn frábæru liði Aftureldingar. Stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Oft miklar sveiflur. „Við slökuðum aðeins of mikið á varnarlega og hlupum verr til baka. Mér fannst við slaka full mikið á. Við Valsmenn erum oft skammaðir fyrir þetta, getum ekki haldið einbeitingu leik eftir leik og klárað og svona. Við þurfum að sýna betri standard en þetta og spila betur í seinni hálfleiknum,“ sagði Óskar Ómari Ingi Magnússon og Ólafur Stefánsson eru meiddir og því var enginn til að skipta við Geir Guðmundsson og Svein Aron Sveinsson á hægri vængnum hjá Val. Það fór því um Valsmenn þegar Geir þurfti að fara tímabundið útaf að því er virtist meiddur. „Geir er með svo furðulegar frumur. Hann bara stappar niður fótunum og þá er í lagi með hann og klár í næsta ball. „Ég held að Einar Örn (Jónsson) á RÚV og Valdimar Grímsson séu skráðir í Val. Við þurfum að tékka á þeim,“s sagði Óskar Bjarni léttur í bragði. „Það er mikið álag á Svenna og Geira. Við náum Óla jafnvel aftur inn. Hann þurfti að hvíla aðeins í einhvern tíma. Ég er ekki viss um að við náum honum á laugardaginn en við sjáum til.“ Einar Andri: Ekkert varið í okkur í kvöld„Það vantaði hugarfarið og viljann. Menn mættu ekki til leiks. Af hverju það var er erfitt að svara núna. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Valsmenn voru betri á öllum sviðum handboltans.“ Fyrstu tveir leikir einvígisins voru jafnir og spennandi og fátt sem benti til þess að annað liðið myndi bursta leikinn í kvöld. „Þetta gerist stundum í úrslitakeppninni. Einn leikur endar í bursti þó þetta sé allt saman jafnt. Ef við svörum fyrir þetta á laugardaginn er 2-2 og við þurfum að gera það á laugardaginn. Við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir og að það sé eitthvað varið í okkur. Það var ekkert varið í okkur í kvöld.“ Afturelding náði að minnka forystu Vals sem var níu mörk í hálfleik niður í fimm mörk snemma í seinni hálfleik en nær komst liðið ekki. „Ég sendi Daða (Hafþórsson) á þá og hann kveikti í þeim. Við mættum ekki til leiks og maður fann það á fyrstu mínútunum að það vantaði eitthvað. „Ef við hefðum verið fimm mörkum undir í hálfleik þá hefði þetta verið yfirstíganlegt. Við komum þessu niður fimm en förum með tvær sóknir einum fleiri þar sem við hefðum hugsanlega getað komið þessu niður í fjögur. „Þá hefði kannski komið meiri pressa en þú ferð ekki tíu mörk undir á móti Val og ætlast til að koma til baka eftir það. Það þarf að spila allar mínútur gegn Val. Þeir voru í hlutlausum í seinni hálfleik þó við höfum sýnt meiri kraft,“ sagði Einar Andri. Afturelding er 2-1 undir í einvíginu og má ekki tapa öðrum leik ætli liðið að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að svara fyrir þetta. Við þekkjum þessa stöðu. Við lentum 2-1 undir gegn ÍR í undanúrslitum í fyrra og svöruðum því og kláruðum það. Menn þurfa að kafa djúpt og sýna að það sé eitthvað varið í þá. Það var enginn sem sýndi neitt í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira