Ted Cruz velur sér varaforsetaefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 22:22 Cruz og Fiorina í faðmlögum. Vísir/Getty Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira