Ted Cruz velur sér varaforsetaefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 22:22 Cruz og Fiorina í faðmlögum. Vísir/Getty Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi Repúblikana, valdi í dag Carly Fiorina sem varaforsetaefni sitt. Telja stjórnmálaskýrendur ytra að með valinu sé Cruz að reyna að ná vopnum sínum á nýjan leik en afar ólíklegt er þó að Cruz hljóti útnefningu flokks síns. „Eftir mikla íhugun og bænir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að verði ég kjörinn forseti Bandaríkjanna muni Carly Fiorina verða minn varaforseti,“ sagði Cruz á framboðsfundi í Indianapolis. Carly Fiorina var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta fyrir Repúblikana-flokkinn í forkosningunum en hún dró framboð sitt til baka í mars og lýsti þá yfir stuðningi sínum við Cruz. Áður var hún helst fræg fyrir að hafa verið forstjóri tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard á árunum 1999 til 2005. Fiorina lenti ítrekað í deilum við Donald Trump, líklegasta forsetaefni Repúblikana-flokksins, á meðan hún var í framboði. Afar ólíklegt þykir að Cruz muni ná Trump eftir að sá síðarnefndi sópaði til sín kjörmönnum í þeim fimm forkosningum sem fram fóru í fyrrinótt.Donald Trump segir að val Cruz skipti engu máli Donald Trump var fljótur að svara þessu útspili Cruz og deildi myndbandi úr kosningabaráttunni á Twitter-síðu sinni þar sem sjá má Fiorina segja að Cruz væri reiðubúinn til þess að gera hvað sem er til þess að sigra í kosningunum. Skilaboðin frá herbúðum Trump varðandi val Cruz á varaforsetaefni voru einföld, það væri tímaeyðsla að velta þessu fyrir sér svo líklegur væri yfirvofandi sigur Trump. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna en Cruz aðeins 562. Alls þarf stuðning 1237 kjörmanna. Alls eiga eftir að fara fram forkosningar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Þær næstu fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.Agreed! pic.twitter.com/biyldP3CIw— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira