Ungt fólk og eldri borgarar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 21:35 Ólafur Ragnar nýtur mikils stuðnings meðal þeirra yngstu og elstu. Vísir/Anton Brink Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira