Línur skýrast frekar Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. apríl 2016 07:00 Trump hefur eitthvað dregið úr glannalegum yfirlýsingum sínum undanfarið. vísir/EPA Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Enn einum „ofurþriðjudeginum“ er lokið með nokkuð afgerandi sigri þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump. Varla er lengur möguleiki á öðru en að þau muni keppa um forsetaembætti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember. Kosið var í fimm ríkjum og varð Trump efstur meðal repúblikana í þeim öllum en meðal demókrata vann Hillary sigur í fjórum en Sanders einum. Bernie Sanders á vart raunhæfan möguleika lengur gegn Clinton. Hún á að vísu enn eftir að tryggja sér atkvæði rúmlega 200 fulltrúa á landsþingi flokksins í júlí, en Sanders stendur mun verr að vígi. Hann á enn eftir að tryggja sér meira en þúsund fulltrúa. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni sigra Trump í forsetakosningum með nokkrum yfirburðum. Á landsvísu mælist Clinton nú með nærri 50 prósenta fylgi en Trump með rétt um 40 prósent. Enn er þó hálft ár í kosningar og munurinn milli þeirra hefur stundum verið lítill. Bandaríski tölfræðingurinn Nate Silver, sem jafnan fylgist grannt með kosningahegðun í Bandaríkjunum, bendir reyndar á að sigurganga Trumps undanfarið stafi ekkert endilega af því að þátttakendur í forkosningum séu teknir að flykkjast að baki Trump, heldur frekar af því að andstæðingar Trumps nenni ekki lengur að mæta á kjörstað. Þeir geti, sumir hverjir að minnsta kosti, hvorki hugsað sér að kjósa Ted Cruz eða John Kasich, og annað er ekki í boði. Kosningaþátttakan í forkosningum Repúblikanaflokksins hefur að minnsta kosti minnkað mjög á síðustu vikum. Í fyrstu forkosningunum í febrúar var þátttakan um 25 prósent en hefur verið innan við tíu prósent í þeim síðustu. Forkosningunum lýkur ekki fyrr en 14. júní en stærsti dagurinn á lokasprettinum verður 7. júní, þegar kosið verður í Kaliforníu og fimm öðrum ríkjum samtímis. Það verður síðasti „ofurþriðjudagurinn“, en ekki er þó víst að úrslitin ráðist endanlega fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Þeir Kasich og Cruz eru enn að vonast til þess að þeim takist að koma í veg fyrir að Trump nái einföldum meirihluta, þannig að fulltrúum á landsþinginu verði heimilt að greiða öðrum atkvæði sitt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira