Guðni lætur tímann vinna með sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 15:23 Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34