Dansaði í gegnum vörn Bayern og tryggði Atlético sigur | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:30 Saúl fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum hjá Atletico Madrid. Vísir/Getty Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn