Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Sverrir Jan Norðfjörð skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun