Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 11:36 Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira