Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: „Margt sem má læra af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 06:00 David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira