Gagnrýnir látalæti forsetans Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira