Fótbolti

Hammarby bjargaði stigi | Fjórða tap Hannesar og félaga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Hammarby sem gerði 1-1 jafntefli við Jönköpings í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson léku allan leikinn fyrir Hammarby en Arnór Smárason var tekinn af velli á 70. mínútu, skömmu eftir að Tommy Thelin kom Jönköpings yfir.

Gestirnir virtust vera búnir að tryggja sér stigin þrjú en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Joakim Karlsson, leikmaður Jönköpings, sjálfsmark og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Hammarby er í 4. sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki.

Haraldur Björnsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Östersunds gerði markalaust jafntefli við Gefle á útivelli.

Hannes Þór Halldórsson stóð allan tímann í marki Bödö/Glimt sem tapaði 2-0 fyrir Stromsgodset á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Hannes og félagar hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa fengið sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×