Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 19-20 | Grótta einum sigri frá úrslitunum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. apríl 2016 18:00 Vísir/Anton Grótta er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Olís deild kvenna í handbolta gegn Fram eftir 20-19 sigur á útivelli í dag. Jafnt var í hálfleik 12-12 þó Fram næði aldrei forystunni í fyrri hálfleik. Íris Björk Símonardóttir var aðeins með 4 varin skot í fyrri hálfleik en Grótta skaut níu sinnum oftar á markið í hálfleiknum. Guðrún Ósk Maríasdóttir sá til þess að Grótta nýtti sér ekki þessa yfirburði sína með því að verja 52% skota Gróttu í hálfleiknum og hélt hún í raun liði sínu inni í leiknum. Fram byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og komst í 16-13 en þá hrundi sóknarleikur Fram og Grótta vann sig aftur inn í leikinn. Grótta náði að jafna leikinn og komst tveimur mörkum yfir 20-18 þegar þrjár mínútur voru eftir. Fram náði að minnka muninn í eitt mark áður en yfir lauk en það varð liðinu að falli að það skoraði aðeins þrjú mörk síðustu 19 mínútur leiksins. Varnarlega lék Fram mjög vel og Guðrún Ósk var frábær í markinu allan leikinn. Íris hefur oft leikið betur í marki Gróttu en hún varði þó mikilvægasta skot leiksins þegar hún sá til þess að leikurinn færi ekki í framlengingu. Hulda Dagsdóttir átti fínt skot sekúndu fyrir leikslok sem Íris varði vel. Varnarleikur Gróttu síðustu 20 mínútur leiksins var frábær en bæði lið áttu í vandræðum í uppstilltum sóknarleik er leið á leikinn. Í fyrri hálfleik beittu bæði lið hraðri miðju með ágætum árangri en bæði lið skiluðu sér betur til baka í seinni hálfleik svo lítið varð úr því herbragði eftir hlé. Liðin mætast í þriðja leiknum á miðvikudag á Seltjarnarnesi og þá geta Íslandsmeistarar Gróttu tryggt sér sæti í úrslitum en Fram er komið upp við vegginn fræga og þarf nú að vinna þrjá leiki í röð til að komast í úrslitaeinvígið. Íris Björk: Komumst ekki aftur upp með svona leikHinn frábæri markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, hefur oft varið betur en í dag en hún var engu að síður hetja síns liðs þegar hún varði lokaskot Fram og tryggði sigurinn sekúndu fyrir leikslok. „Þetta var mjög undarlegur leikur. Það var ekki vörn og markvörslu fyrir að fara og ekki sóknarleik heldur hjá okkur,“ sagði Íris Björk. „Mér fannst við spila undir pari á öllum sviðum en við unnum og ég held það hljóti að vera styrkleikamerki. „Vörnin small saman í seinni hálfleik og við vitum að þær vilja fá skytturnar upp á okkur og það kemur ekki hornafæri allan leikinn. Við þurfum að skoða hvar við hleypum þeim inn og ég að kíkja betur yfir skotin. „Mér fannst sóknarleikurinn betri en í síðasta leik og við skutum aðeins betur en engu að síður þurfum við að skoða okkar leik. Við komumst ekki upp með svona leik annan leikinn í röð,“ sagði Íris. Fram var með yfir 50% markvörslu í leiknum en Grótta náði mun fleiri skotum á markið en Fram í leiknum. „Við fengum oft tvöfaldan séns, hún varði vel og við fengum víti eða eitthvað svoleiðis. Við erum eitthvað að gera rétt en við þurfum að leggjast yfir okkar styrkleika sem varnarleikurinn og markvarslan.“ Fram skoraði aðeins 3 mörk síðustu 19 mínútur leiksins og á þeim kafla lék Grótta sína frægu sterku vörn. „Við vitum að við getum það því yfirleitt spilum við vel þarna megin á vellinum. Þetta var ekki okkar besti dagur þarna megin,“ sagði Íris sem var ánægðari með sóknarleikinn en varnarleikinn í dag þó Grótta hafi aðeins skorað 8 mörk í seinni hálfleik. „Mér fannst við opna oft vel en hún varði vel. Mér fannst við skjóta betur ekki taka þessi fyrsta tempó skot trekk í trekk. Við verðum að minnsta kosti að láta þær hafa fyrir því að standa í vörn. „Ég er rosalega glöð að komast í 2-0 þrátt fyrir þennan leik. Nú þurfum við að slípa okkur vel saman og klára þetta vonandi í þriðja leik,“ sagði Íris Björk að lokum. Sigurbjörg: Klárlega þrír leikir eftir„Við náum góðum kafla og komumst í 16-13 en svo er mjög erfitt fyrir okkur að skora. Auðvitað koma erfiðir kaflar en þetta var erfitt í seinni hálfleik,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir leikstjórnandi Fram. „Um leið og við gleymum okkur þá eru þær búnar að refa okkur sem er rosalega dýrt í svona leikjum þegar það er lítið skorað. Þá má ekki fá hraðaupphlaupsmörk á sig, það kostar sigurinn eins og í dag.“ Sigurbjörg var að vonum ánægð með varnarleikinn en fannst Fram ekki skila sér nógu vel til baka í vörn á köflum sem gaf Gróttu mörk úr hraðaupphlaupum og eftir hraða miðju. „Við stóðum mjög vel varnarlega. Það sem er að klikka er að við skilum okkur ekki nógu vel. Það eru mistök sem við megum ekki gera. Við gefum þeim allt of auðveld mörk. „Þetta eru mjög sterkar varnir og virkilega sterkri markmenn í báðu mörkum. Bæði lið hafa ótrúlega mikið fyrir því að skora þegar liðin hafa stillt upp í sókn. Þess vegna er sterkt að ná þessum hraðaupphlaupsmörkum og skítt að fá þau á sig. „Við náum ekki að keyra nógu mikið í seinni hálfleik. Við höfum þolið og pústið. Við náðum ekki að stilla okkur inn á það í seinni hálfleik. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Sigurbjörg en Fram náði að keyra hraða miðju líkt og Grótta í fyrri hálfleik en það fór lítið fyrir því í seinni hálfleik. „Það er bara eitt í stöðunni, það er nokkuð ljóst. Við kunnum að vera upp við vegginn. Við vorum í þeirri stöðu á móti ÍBV og við kláruðum það. Við erum ekki nærri því orðnar þreyttar og munum gefa allt í þetta. Það eru klárlega þrír leiki eftir sem við ætlum að klára.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Grótta er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Olís deild kvenna í handbolta gegn Fram eftir 20-19 sigur á útivelli í dag. Jafnt var í hálfleik 12-12 þó Fram næði aldrei forystunni í fyrri hálfleik. Íris Björk Símonardóttir var aðeins með 4 varin skot í fyrri hálfleik en Grótta skaut níu sinnum oftar á markið í hálfleiknum. Guðrún Ósk Maríasdóttir sá til þess að Grótta nýtti sér ekki þessa yfirburði sína með því að verja 52% skota Gróttu í hálfleiknum og hélt hún í raun liði sínu inni í leiknum. Fram byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og komst í 16-13 en þá hrundi sóknarleikur Fram og Grótta vann sig aftur inn í leikinn. Grótta náði að jafna leikinn og komst tveimur mörkum yfir 20-18 þegar þrjár mínútur voru eftir. Fram náði að minnka muninn í eitt mark áður en yfir lauk en það varð liðinu að falli að það skoraði aðeins þrjú mörk síðustu 19 mínútur leiksins. Varnarlega lék Fram mjög vel og Guðrún Ósk var frábær í markinu allan leikinn. Íris hefur oft leikið betur í marki Gróttu en hún varði þó mikilvægasta skot leiksins þegar hún sá til þess að leikurinn færi ekki í framlengingu. Hulda Dagsdóttir átti fínt skot sekúndu fyrir leikslok sem Íris varði vel. Varnarleikur Gróttu síðustu 20 mínútur leiksins var frábær en bæði lið áttu í vandræðum í uppstilltum sóknarleik er leið á leikinn. Í fyrri hálfleik beittu bæði lið hraðri miðju með ágætum árangri en bæði lið skiluðu sér betur til baka í seinni hálfleik svo lítið varð úr því herbragði eftir hlé. Liðin mætast í þriðja leiknum á miðvikudag á Seltjarnarnesi og þá geta Íslandsmeistarar Gróttu tryggt sér sæti í úrslitum en Fram er komið upp við vegginn fræga og þarf nú að vinna þrjá leiki í röð til að komast í úrslitaeinvígið. Íris Björk: Komumst ekki aftur upp með svona leikHinn frábæri markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, hefur oft varið betur en í dag en hún var engu að síður hetja síns liðs þegar hún varði lokaskot Fram og tryggði sigurinn sekúndu fyrir leikslok. „Þetta var mjög undarlegur leikur. Það var ekki vörn og markvörslu fyrir að fara og ekki sóknarleik heldur hjá okkur,“ sagði Íris Björk. „Mér fannst við spila undir pari á öllum sviðum en við unnum og ég held það hljóti að vera styrkleikamerki. „Vörnin small saman í seinni hálfleik og við vitum að þær vilja fá skytturnar upp á okkur og það kemur ekki hornafæri allan leikinn. Við þurfum að skoða hvar við hleypum þeim inn og ég að kíkja betur yfir skotin. „Mér fannst sóknarleikurinn betri en í síðasta leik og við skutum aðeins betur en engu að síður þurfum við að skoða okkar leik. Við komumst ekki upp með svona leik annan leikinn í röð,“ sagði Íris. Fram var með yfir 50% markvörslu í leiknum en Grótta náði mun fleiri skotum á markið en Fram í leiknum. „Við fengum oft tvöfaldan séns, hún varði vel og við fengum víti eða eitthvað svoleiðis. Við erum eitthvað að gera rétt en við þurfum að leggjast yfir okkar styrkleika sem varnarleikurinn og markvarslan.“ Fram skoraði aðeins 3 mörk síðustu 19 mínútur leiksins og á þeim kafla lék Grótta sína frægu sterku vörn. „Við vitum að við getum það því yfirleitt spilum við vel þarna megin á vellinum. Þetta var ekki okkar besti dagur þarna megin,“ sagði Íris sem var ánægðari með sóknarleikinn en varnarleikinn í dag þó Grótta hafi aðeins skorað 8 mörk í seinni hálfleik. „Mér fannst við opna oft vel en hún varði vel. Mér fannst við skjóta betur ekki taka þessi fyrsta tempó skot trekk í trekk. Við verðum að minnsta kosti að láta þær hafa fyrir því að standa í vörn. „Ég er rosalega glöð að komast í 2-0 þrátt fyrir þennan leik. Nú þurfum við að slípa okkur vel saman og klára þetta vonandi í þriðja leik,“ sagði Íris Björk að lokum. Sigurbjörg: Klárlega þrír leikir eftir„Við náum góðum kafla og komumst í 16-13 en svo er mjög erfitt fyrir okkur að skora. Auðvitað koma erfiðir kaflar en þetta var erfitt í seinni hálfleik,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir leikstjórnandi Fram. „Um leið og við gleymum okkur þá eru þær búnar að refa okkur sem er rosalega dýrt í svona leikjum þegar það er lítið skorað. Þá má ekki fá hraðaupphlaupsmörk á sig, það kostar sigurinn eins og í dag.“ Sigurbjörg var að vonum ánægð með varnarleikinn en fannst Fram ekki skila sér nógu vel til baka í vörn á köflum sem gaf Gróttu mörk úr hraðaupphlaupum og eftir hraða miðju. „Við stóðum mjög vel varnarlega. Það sem er að klikka er að við skilum okkur ekki nógu vel. Það eru mistök sem við megum ekki gera. Við gefum þeim allt of auðveld mörk. „Þetta eru mjög sterkar varnir og virkilega sterkri markmenn í báðu mörkum. Bæði lið hafa ótrúlega mikið fyrir því að skora þegar liðin hafa stillt upp í sókn. Þess vegna er sterkt að ná þessum hraðaupphlaupsmörkum og skítt að fá þau á sig. „Við náum ekki að keyra nógu mikið í seinni hálfleik. Við höfum þolið og pústið. Við náðum ekki að stilla okkur inn á það í seinni hálfleik. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Sigurbjörg en Fram náði að keyra hraða miðju líkt og Grótta í fyrri hálfleik en það fór lítið fyrir því í seinni hálfleik. „Það er bara eitt í stöðunni, það er nokkuð ljóst. Við kunnum að vera upp við vegginn. Við vorum í þeirri stöðu á móti ÍBV og við kláruðum það. Við erum ekki nærri því orðnar þreyttar og munum gefa allt í þetta. Það eru klárlega þrír leiki eftir sem við ætlum að klára.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira