Sport

Von á tilkynningu frá Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. vísir/getty
Conor McGregor var að senda frá sér sitt fyrsta tíst síðan hann tísti um að hann væri að hætta í MMA.

Það var á þriðjudaginn og hefur MMA-heimurinn verið á hvolfi síðan.

Í nýja tístinu segir Conor að það verði ekki meira sprell. Von sé á yfirlýsingu fljótlega.

Hann tísti reyndar nánast sama tístinu í gær en tók það tíst út nokkrum sekúndum síðar.

Það er í raun komið að dómsdegi hjá honum. Ef hann fer ekki til Las Vegas í dag er hann endanlega úr leik í UFC 200 og mun þá einnig missa beltið sitt.

Conor er staddur á Íslandi, eins og flestum ætti, að vera kunnugt um en ef hann verður hér áfram fer hann svo til Írlands með Gunnari Nelson og félögum á mánudag.

MMA

Tengdar fréttir

Conor fær ekki að keppa á UFC 200

Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200.

Takk fyrir minningarnar, Conor

Vísir setti saman gæsahúðarmyndband í tilefni af því að Conor McGregor er hættur í MMA.

Heimspressan fjallar um McGregor

Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli.

Dana hótar að taka beltið af Conor

Þó svo forseti UFC, Dana White, hafi opnað hurðina fyrir endurkomu Conor McGregor á UFC 200 í gær þá mun hann grípa til aðgerða ef Conor þiggur ekki boð hans.

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×