Jón Halldór: Dómari sló mig í bakið og kallaði mig fávita Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 17:05 Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur. Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum körfuboltakvölds, fékk að vita það hreint út hvað einum dómara deildarinnar hefur fundist um gagnrýni hans í sinn garð á þessu tímabili. Jón Halldór var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann sagði frá atviki sem kom upp í fyrsta úrslitaleik KR og Hauka í gærkvöldi. „Það var góður og yndislegur drengur sem kom og sló í mig í gær. Hann var ekkert rosalega sáttur við mig. Hann virtist allavega ekki vera að grínast,“ sagði Jón Halldór en nafngreindi ekki dómarann. „Það er eins og gengur í lífinu. Ef menn eru pirraðir yfir einhverju sem maður segir eða er að gagnrýna má maður alveg búast við þessu. Ef svo er í þessu tilviki þá er það allt í lagi. Mér líður ekkert illa með það.“ „Ég tók þessu ekki sem gríni. Hann labbaði framhjá mér og barði í bakið á mér. Ég man ekki nákvæmlega það sem hann sagði en orðið fáviti kom þarna fram,“ sagði Jón Halldór. Þráspurður um hvern væri að ræða sagði Jón: „Þetta er dómari sem er búinn að vera að dæma í efstu deild og ég er búinn að gagnrýna í tvígang. Kannski fannst honum það ósanngjarnt sem ég hef sagt,“ sagði Jón Halldór en þetta fær ekkert á hann. „Nei, blessaður vertu. Þetta er hluti af þessu. Auðvitað finnst fólki gagnrýni sár. Það er allt í lagi. Þá fer fólk bara í fýlu.“ „Ef ég er fenginn í einhverja vinnu og á að segja það sem mér finnst þá geri ég það. Mér þykir mjög vænt um þennan mann. Ég hef dæmt með honum og þekkt hann í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið eitthvað pirraður út í mig og lét mig því heyra það. Ég þoli það alveg. Ég elska hann samt,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en umræðan um dómarann hefst eftir tæpar níu mínútur.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira