Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 09:30 „Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Ég fæ ekkert auka slag neitt, alls ekki. Við vorum í byrjun tímabils þarna í fyrra niðri en svo rifum við okkur upp. En spá er bara spá.“ Þetta segir Ármann Smári Björnsson, miðvörður ÍA, þegar honum er tjáð að íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum þremur sætum neðar en liðið hafnaði í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. ÍA er spáð 10. sæti.Sjá einnig:Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn vilja auðvitað gera betur en í fyrra eins og flest lið en mjög mikilvægt er þó að halda sæti sínu annað árið í röð. „Stöðugleiki er eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir félag eins og ÍA sem hefur farið upp og niður síðustu ár,“ segir Ármann Smári. „Strákar sem voru að spila sína fyrstu leiki í fyrra eru árinu eldri núna og nú þurfum við allir að stíga upp.“ Ármann Smári er handviss um að Skagaliðið getur gert enn betur þrátt fyrir að hafa aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum enn sem komið er. „Ég held það, já. Eftir mótið í fyrra settumst við niður og ræddum um mótið og kláruðum það. Þá kom upp hjá mörgum að þeim fannst þeir geta gert enn betur. Ég held að flest allir hafi viljað gera betur,“ segir hann. „Um leið og þú ferð í gulu treyjuna þá færðu vonandi það sem var í gamla daga. Menn voru að leggja sig virkilega mikið fram. Þannig var þetta í fyrra.“ „Við lendum oft undir en komum oftast til baka. Við töpum bara tveimur leikjum í seinni umferðinni. Það þýðir ekkert annað að gera en að byggja ofan á það,“ segir Ármann Smári.Allir með á Skaganum Miðvörðurinn öflugi verður 35 ára á árinu en hann hefur varla misst af leik undanfarin ár. „Skrokkurinn er mjög góður. Fólk er oft að spyrja hvort það sé ekki kominn tími á að gera eitthvað annað en á meðan skrokkurinn er í lagi þá er það bara áfram veginn í þessu,“ segir Ármann Smári, en hvernig er að spila fyrir ÍA? „Það er frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erfitt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað það eru margir þarna sem hafa vit á fótbolta og sumir ekki vit á fótbolta. Það eru allir með.“ Skaginn stillir upp mikið af heimamönnum í sínu liði en mikil uppbygging hefur verið í gangi þar undanfarin ár. „Við verðum að reyna að byggja upp liðið. Við getum stillt upp níu heimamönnum sem er mjög gott í efstu deild. Ég held að menn séu bara á þeirri línu að byggja þetta upp svona með heimamönnum og svo þremur utanaðkomandi. Það eru allir á því að þetta á að takast á heimamönnum og mun þá taka tíma. Það er bara svoleiðis,“ segir Ármann Smári Björnsson. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00