Heimir Örn hættir við Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 00:02 Heimir Örn Hólmarsson. Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur, sem lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta, hefur dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hyggst bjóða sig fram að nýju. Heimir er sá þriðji sem dregur framboð sitt til baka í kjölfar yfirlýsingar Ólafs Ragnars, á eftir þeim Guðmundi Franklín Jónssyni og Vigfúsi Bjarna Albertssyni. Þá hefur Bergþór Pálsson söngvari lýst því yfir að hann ætli ekki fram og þau Guðni Th. Jóhannesson og Guðrún Nordal, sem komin voru á fremsta hlunn með að bjóða sig fram, ætla að íhuga stöðu sína. Heimir Örn greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla, sem birt er hér að neðan í heild sinni:Í ljósi framboðs sitjandi forseta hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég fór í þetta framboð með það að markmiði að taka þátt í að breyta samfélaginu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mannréttindum fólks, minnihlutahópar eru útskúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkjum. Með framboði mínu vildi ég leggja áherslur á grunnstoðir samfélags okkar Íslendinga. Má þar nefna bætt siðferði í íslenskri stjórnsýslu, tala fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu, vekja máls á mannréttindum öryrkja og aðgengismálum þeirra og gefa fólkinu í landinu rödd við lagasetningu í okkar samfélagi. Ég vænti þess af frambjóðendum að þau berjist áfram fyrir breytingum í samfélaginu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mannréttindi. Það þarf að uppræta fordóma og siðleysi. Ég mun áfram stuðla að betra samfélagi og láta mig dreyma um að þessi málefni fái framgang í okkar samfélagi í framtíðinni. Ég óska öllum frambjóðendum góðs gengis. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð. Stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir er mér ómetanlegur. Áfram Ísland. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur, sem lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann hyggðist bjóða sig fram til forseta, hefur dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hyggst bjóða sig fram að nýju. Heimir er sá þriðji sem dregur framboð sitt til baka í kjölfar yfirlýsingar Ólafs Ragnars, á eftir þeim Guðmundi Franklín Jónssyni og Vigfúsi Bjarna Albertssyni. Þá hefur Bergþór Pálsson söngvari lýst því yfir að hann ætli ekki fram og þau Guðni Th. Jóhannesson og Guðrún Nordal, sem komin voru á fremsta hlunn með að bjóða sig fram, ætla að íhuga stöðu sína. Heimir Örn greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla, sem birt er hér að neðan í heild sinni:Í ljósi framboðs sitjandi forseta hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég fór í þetta framboð með það að markmiði að taka þátt í að breyta samfélaginu sem við búum í til hins betra. Við búum í dag við að brotið er á mannréttindum fólks, minnihlutahópar eru útskúfaðir og lýðræði ræður ekki ríkjum. Með framboði mínu vildi ég leggja áherslur á grunnstoðir samfélags okkar Íslendinga. Má þar nefna bætt siðferði í íslenskri stjórnsýslu, tala fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu, vekja máls á mannréttindum öryrkja og aðgengismálum þeirra og gefa fólkinu í landinu rödd við lagasetningu í okkar samfélagi. Ég vænti þess af frambjóðendum að þau berjist áfram fyrir breytingum í samfélaginu, að þau hvetji þjóðina til að taka skrefið fram á við og þau standi vörð um mannréttindi. Það þarf að uppræta fordóma og siðleysi. Ég mun áfram stuðla að betra samfélagi og láta mig dreyma um að þessi málefni fái framgang í okkar samfélagi í framtíðinni. Ég óska öllum frambjóðendum góðs gengis. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð. Stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir er mér ómetanlegur. Áfram Ísland.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira