Teitur: Lokaði mig inni eftir tapið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 06:00 Teitur Örlygsson var áður aðalþjálfari Stjörnunnar áður en hann fór aftur heim til Njarðvíkur fyrir tveimur árum. Vísir Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Körfubolti Framtíð þjálfaramála Njarðvíkur er í lausu lofti eftir að Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, tilkynnti í fyrradag að Friðrik Ingi Rúnarsson væri hættur sem aðalþjálfari liðsins. Áður hafði Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Friðriks Inga, gefið það út að hann myndi ekki halda áfram en það gerði hann strax eftir tap liðsins gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. „Ég er búinn að fá þessa spurningu milljón sinnum í dag,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær en hann átti erfitt með að gefa skýr svör um hvað tæki við hjá honum í körfuboltanum. „Ég veit nú ekki hvort ég er hættur [þjálfun] fyrir lífstíð. Ég sagði að ég væri hættur í viðtali sem var tekið 25 sekúndum eftir að við töpuðum fyrir KR. Ég er tapsár maður,“ sagði Teitur sem hefur varist allri umræðu um framtíð þjálfaramála í Njarðvík. Sjá einnig: Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun „Síðan við töpuðum hef ég lokað mig inni. Ég er búinn að vera að horfa á NBA alla helgina og varla búinn að tala við nokkurn mann. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit ekki hvað Njarðvík er að hugsa.“ Gunnar formaður er bróðir Teits og því telur sá síðarnefndi að það væri óviðeigandi að koma að næstu skrefum. „Ég vil ekki taka þátt í því ferli. Það væri einfaldlega ekki rétt. Stjórnin mun bara gera það sem hún gerir.“ En þó svo að Teitur viti ekki hvað tekur við segir hann að hann muni ekki taka við aðalþjálfarstarfinu í Njarðvík. Sjá einnig: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík á næstu leiktíð „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og maður veit ekkert hvað gerist. Eins og staðan er núna er ég í fríi og ætla að njóta þess að veiða í sumar.“ Teitur heldur þó góðu sambandi við sitt gamla félag. „Ég átti gott spjall við Loga [Gunnarsson] í gærkvöldi um framtíðina. Mér er auðvitað afar annt um Njarðvík og að liðið haldi sínum leikmannakjarna og haldi áfram að byggja upp til framtíðar.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00 Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00 Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Gunnar: Miklar líkur á að Bonneau spili í Njarðvík spili hann körfubolta á næstu leiktíð Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að miklar líkur séu á því að Stefan Bonneau spili með Njarðvík á næstu leiktíð, ef hann spili á annað borð körfubolta. 16. apríl 2016 14:00
Friðrik Ingi ekki hættur í þjálfun Veit þó ekki hvar hann mun starfa á næstu leiktíð. 19. apríl 2016 22:44
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur KR er komið úrslit Domino's deildar karla eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. 15. apríl 2016 22:00
Friðrik Ingi hættur hjá Njarðvík Friðrik Ingi Rúnarsson stígur til hliðar sem þjálfari Njarðvíkur. 18. apríl 2016 21:51