Vill koma íslenskri tísku á kortið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2016 09:00 Kolfinna er að vonum spennt fyrir framtíðinni og hlakkar til að takast á við RFF og allt sem því fylgir. Vísir/Vilhelm Fjárfestirinn Kolfinna Von Arnardóttir er stofnandi og aðaleigandi tísku- og nýsköpunarhússins Artikolo sem nú hefur tekið yfir rekstur alþjóðlegu tískuhátíðarinnar Reykjavík Fashion Festival eða RFF. Artikolo hefur einnig tekið yfir rekstur Reykjavík Fashion Academy og rekstur fatamerkisins E-label. Meðal annarra hluthafa Artikolo má nefna landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og unnustu hans Kristbjörgu Jónasdóttur. RFF var stofnað árið 2009 og er hátíðin vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði til þess að kynna og sýna hönnun sína. Kolfinna hefur að eigin sögn haft áhuga á tísku frá unga aldri þó ekki hafi alltaf legið beint við að feta þá braut en hún lauk tískutengdu námi í evrópska hönnunarháskólanum í Mílanó og hefur einnig verið búsett í Los Angeles. „Á báðum þessum stöðum, sem eru afar ólíkir, tók ég eftir hversu eftirsóknarvert fólki þótti ísland og það sem íslenskt er, t.d. tónlistin okkar. Ísland þykir einfaldlega töff úti í hinum stóra heimi hvort sem það er náttúrunni að þakka, lopapeysunum eða einhverju öðru,“ segir Kolfinna og bætir við að gaman hafi verið að fylgjast með tískubransanum hér á landi undanfarin ár. „Þetta er svolítið ungur iðnaður hér á landi og hann er að fara af stað. Það eru spennandi tímar og mig langar til þess að bjóða fram mitt framlag og markaðssetja Ísland svolítið fyrir tískuna líka,“ segir hún. Aðaleigandi RFF undanfarin ár var Jón Ólafsson, annar af stofnendum Icelandic Glacial. Á næstunni verður svo tímasetning hausthátíðar RFF tilkynnt en Kolfinna segir ýmsar breytingar standa til. „Við ætlum að styrkja starfsemina og reyna að ná hátíðinni stærri og ná til fleiri áhorfenda og erum að skoða samstarf við erlendar tískuvikur. Við stefnum að því að halda hátíðina tvisvar á ári en hingað til hefur hún bara verið á vorin.“ Einnig verður staðið fyrir verðlaunasamkeppninni Kjólameistari Íslands í minningu Ingibjargar Hallgrímsdóttur kjólameistara og stefnir fyrirtækið á að verða bakhjarl margvíslegra sprotafyrirtækja á sviði tísku- og hönnunar. Kolfinna segir fyrirmyndina vera Iceland Airwaves og stefnan verði sett á að RFF verði hátíð fyrir íslenska tísku líkt og Airwaves er fyrir tónlist. „Við getum alveg markaðssett okkur erlendis sem tískuborg og nú er einmitt rétti tíminn í það. Tískuvikan í Kaupmannahöfn er orðin sú vinsælasta á eftir London, París og Mílanó og ég tel að Ísland geti alveg komist á þennan lista,“ segir Kolfinna full bjartsýni fyrir komandi tímum. Airwaves Tíska og hönnun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Fjárfestirinn Kolfinna Von Arnardóttir er stofnandi og aðaleigandi tísku- og nýsköpunarhússins Artikolo sem nú hefur tekið yfir rekstur alþjóðlegu tískuhátíðarinnar Reykjavík Fashion Festival eða RFF. Artikolo hefur einnig tekið yfir rekstur Reykjavík Fashion Academy og rekstur fatamerkisins E-label. Meðal annarra hluthafa Artikolo má nefna landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og unnustu hans Kristbjörgu Jónasdóttur. RFF var stofnað árið 2009 og er hátíðin vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði til þess að kynna og sýna hönnun sína. Kolfinna hefur að eigin sögn haft áhuga á tísku frá unga aldri þó ekki hafi alltaf legið beint við að feta þá braut en hún lauk tískutengdu námi í evrópska hönnunarháskólanum í Mílanó og hefur einnig verið búsett í Los Angeles. „Á báðum þessum stöðum, sem eru afar ólíkir, tók ég eftir hversu eftirsóknarvert fólki þótti ísland og það sem íslenskt er, t.d. tónlistin okkar. Ísland þykir einfaldlega töff úti í hinum stóra heimi hvort sem það er náttúrunni að þakka, lopapeysunum eða einhverju öðru,“ segir Kolfinna og bætir við að gaman hafi verið að fylgjast með tískubransanum hér á landi undanfarin ár. „Þetta er svolítið ungur iðnaður hér á landi og hann er að fara af stað. Það eru spennandi tímar og mig langar til þess að bjóða fram mitt framlag og markaðssetja Ísland svolítið fyrir tískuna líka,“ segir hún. Aðaleigandi RFF undanfarin ár var Jón Ólafsson, annar af stofnendum Icelandic Glacial. Á næstunni verður svo tímasetning hausthátíðar RFF tilkynnt en Kolfinna segir ýmsar breytingar standa til. „Við ætlum að styrkja starfsemina og reyna að ná hátíðinni stærri og ná til fleiri áhorfenda og erum að skoða samstarf við erlendar tískuvikur. Við stefnum að því að halda hátíðina tvisvar á ári en hingað til hefur hún bara verið á vorin.“ Einnig verður staðið fyrir verðlaunasamkeppninni Kjólameistari Íslands í minningu Ingibjargar Hallgrímsdóttur kjólameistara og stefnir fyrirtækið á að verða bakhjarl margvíslegra sprotafyrirtækja á sviði tísku- og hönnunar. Kolfinna segir fyrirmyndina vera Iceland Airwaves og stefnan verði sett á að RFF verði hátíð fyrir íslenska tísku líkt og Airwaves er fyrir tónlist. „Við getum alveg markaðssett okkur erlendis sem tískuborg og nú er einmitt rétti tíminn í það. Tískuvikan í Kaupmannahöfn er orðin sú vinsælasta á eftir London, París og Mílanó og ég tel að Ísland geti alveg komist á þennan lista,“ segir Kolfinna full bjartsýni fyrir komandi tímum.
Airwaves Tíska og hönnun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira