Telur ákvörðun Ólafs hafa verið rétta Höskuldur Kári Schram skrifar 9. maí 2016 22:02 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að draga framboð sitt til baka. Eiríkur segir að ákvörðun forseta muni hafa mikil áhrif á komandi kosningabaráttu. Hann segir hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvernig atkvæði stuðningsmanna Ólafs munu dreifast yfir á aðra frambjóðendur. „Ég myndi halda að óbreyttu, og án þess að hafa séð tölurnar, að Ólafur og Davíð séu að leita á sömu mið. Þó hefði ég haldið að skírskotun Ólafs væri breiðari einfaldlega sökum þess að hann hefur verið forseti þetta lengi,“ segir Eiríkur. Af því leiði að möguleikar Davíðs séu eilítið þrengri en ella. „Hins vegar getur þetta náttúrulega breytt stöðunni þannig að menn geti stillt upp á nýjan leik.“ Að mati Eiríks ofmat sitjandi forseti stuðning við áframhaldandi setu í embætti. „Það í samblandi við þessar upplýsingar í Panama-skjölunum auk framboða fleiri aðila hafa orðið til þess að Ólafur stóð einfaldlega frammi fyrir því að sigurlíkurnar voru ekki nægjanlegar.“ „Í ljósi umræðunnar í kjölfar þess að hann sagði frá framboði sínu og talna sem kannanir sýna þá sýnist mér þetta hafa verið rétt ákvörðun hjá honum,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04 Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að draga framboð sitt til baka. Eiríkur segir að ákvörðun forseta muni hafa mikil áhrif á komandi kosningabaráttu. Hann segir hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvernig atkvæði stuðningsmanna Ólafs munu dreifast yfir á aðra frambjóðendur. „Ég myndi halda að óbreyttu, og án þess að hafa séð tölurnar, að Ólafur og Davíð séu að leita á sömu mið. Þó hefði ég haldið að skírskotun Ólafs væri breiðari einfaldlega sökum þess að hann hefur verið forseti þetta lengi,“ segir Eiríkur. Af því leiði að möguleikar Davíðs séu eilítið þrengri en ella. „Hins vegar getur þetta náttúrulega breytt stöðunni þannig að menn geti stillt upp á nýjan leik.“ Að mati Eiríks ofmat sitjandi forseti stuðning við áframhaldandi setu í embætti. „Það í samblandi við þessar upplýsingar í Panama-skjölunum auk framboða fleiri aðila hafa orðið til þess að Ólafur stóð einfaldlega frammi fyrir því að sigurlíkurnar voru ekki nægjanlegar.“ „Í ljósi umræðunnar í kjölfar þess að hann sagði frá framboði sínu og talna sem kannanir sýna þá sýnist mér þetta hafa verið rétt ákvörðun hjá honum,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04 Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Er ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. 9. maí 2016 16:04