Bæring undir feld: Segir ákvörðun Ólafs „fíflalega“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 13:06 Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent