„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2016 13:00 Halla Tómasdóttir mælist með 1,7% fylgi í nýjustu könnun MMR. visir/stefán „Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira