Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2016 20:56 „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50
Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19