Duwayne Kerr: Kynntist góðu íslensku fólki í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 14:30 Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira