Fótbolti

Guðmundur kom af bekknum og lagði upp mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur í landsleik Íslands og Bandaríkjanna fyrr á árinu.
Guðmundur í landsleik Íslands og Bandaríkjanna fyrr á árinu. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson kom af bekknum og lagði upp jöfnunarmark Rosenborg gegn Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1.

Meistararnir lentu undir strax á 8. mínútu þegar Babacar Sarr, fyrrverandi leikmaður Selfoss, skoraði fyrir Sogndal.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik og á 63. mínútu var Guðmundur settur inn á.

Níu mínútum síðar fékk Rosenborg hornspyrnu sem Guðmundur tók. Selfyssingurinn sendi fyrir, beint á kollinn á Anders Konradsen sem jafnaði metin.

Þrátt fyrir að Sogndal léki manni færri síðustu 22 mínútur leiksins tókst Rosenborg ekki að skora annað mark og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×