Adam Haukur: Markmiðið að vinna fleiri titla en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 22:17 Adam Haukur Baumruk skoraði mörg frábær mörk í úrslitarimmunni. vísir/vilhelm "Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
"Tilfinningin er frábær. Það er gott að vinna Aftureldingu aftur," sagði sigurreifur Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, við Vísi eftir 34-31 sigur liðsins í oddaleiknum gegn Aftureldingu í kvöld. "Afturelding er með hörku gott lið. Við vorum vissulega ekki með mestu breiddina fyrir utan en við kláruðum þetta samt," sagði Adam Haukur. Haukar voru mest með níu marka forystu, 28-19, þegar þrettán mínútur voru eftir en Mosfellingar söxuðu á það undir lokin og gerðu leikinn spennandi. Davíð Svansson fór að verja og allt í einu var komið stress í Haukana. "Auðvitað var stress. Þeir taka tvo úr umferð og þannig er þetta bara. En handboltaleikur er 60 mínútur og við vorum í heildina betra liðið," sagði Adam Haukur. Adam er eins og allir vita sonur goðsagnarinnar Petrs Baumruk sem vann fyrstu tvo titla Haukanna á þessari öld en þeir eru nú orðnir tíu síðan árið 2000. Adam er nú búinn að vinna tvo síðustu og með því jafnað föður sinn í Íslandsmeistaratitlum. Það er aðeins eitt sem vakir fyrir Adam og það er að gera betur en gamli maðurinn sem fagnaði hverju marki sonarins af lífi og sál í Schenker-höllinni í kvöld. "Markmiðið er að vinna fleiri titla en pabbi. Hann vann tvo og nú er ég kominn með tvo þannig ég stefni að því að fara fram úr honum á næsta ári," sagði Adam Haukur. Þessari mögnuðu skyttu líður vel á Ásvöllum enda uppalinn í húsinu og skírður eftir félaginu. Hann skoraði sjö mörk í kvöld og 39 mörk í heildina í einvíginu, þar af 32 á Ásvöllum. "Þetta fer í raun bara eftir dagsformi en auðvitað spilar maður best heima hjá sér fyrir framan fulla stúku þegar allir eru að hvetja mann. Ég elska svona leiki," öskraði kampakátur Íslandsmeistarinn Adam Haukur Baumruk.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54