Stuðningsmenn Liverpool varaðir við fölsuðum miðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 12:00 Liverpool vann þennan bikar síðast 2001. Vísir/Getty Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira
Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Sjá meira