Meirihluti ánægður með störf Ólafs Ragnars og finnst forsetaembættið mikilvægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 10:39 Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embættinu í fimm kjörtímabil. Hann hugðist bjóða sig fram í sjötta skiptið en dró framboðið til baka. Vísir/Anton Brink Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira