Meirihluti ánægður með störf Ólafs Ragnars og finnst forsetaembættið mikilvægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 10:39 Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embættinu í fimm kjörtímabil. Hann hugðist bjóða sig fram í sjötta skiptið en dró framboðið til baka. Vísir/Anton Brink Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Tveimur af hverjum þremur finnst forsetaembættið skipta miklu máli í íslensku stjórnkerfi, þar af finnst tæplega 30% að það sé nauðsynlegt. Næstum þriðjungi finnst það skipta litlu máli og þarf af vilja tæplega 12% leggja það niður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var 10. - 13. maí. Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna þar sem 35-36% karla telja forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi en um 26% kvenna. Nánast sama hlutfall beggja kynja vill þó leggja embættið niður. Hæst hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára finnst embættið nauðsynlegt, eða um 47%. Reykvíkingum og Austfirðingum finnst embættið ekki eins nauðsynlegt og íbúum annars staðar á landinu. Kjósendum Framsóknarflokksins finnst embættið nauðsynlegra en kjósendum hinna flokkanna, en á eftir fylgja kjósendur Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Einungis um 16% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs finnst forsetaembættið nauðsynlegt í íslensku stjórnkerfi. Þeim sem hyggjast kjósa Davíð Oddsson sem næsta forseta finnst embættið mun mikilvægara en þeim sem ætla að kjósa annan frambjóðanda. Þannig eru einungis rúmlega 21% þeirra sem ætla að kjósa Davíð sem finnst embættið skipta litlu máli eða að það ætti að leggja það niður en 42-43% þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ Magnason. Þá kemur í ljós að eftir því sem menn eru óánægðari með ákvörðun Ólafs Ragnars að draga sig í hlé því mikilvægara finnst þeim forsetaembættið. Almenn ánægja með störf Ólafs Ragnars Grímssonar Á bilinu 63-64% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetatíð hans árin 1996-2016, þar af er þriðjungur mjög ánægður. Tæplega 15% eru óánægð með störf hans. Reykvíkingar og Austfirðingar eru óánægðari með störf Ólafs Ragnars en aðrir Íslendingar og ánægja með störf forsetans minnkar með aukinni menntun. Kjósendur stjórnarflokkanna eru mun ánægðari með störf Ólafs Ragnars Grímssonar en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna. Þá eru það þeir sem ætla að kjósa Davíð Oddsson sem eru ánægðastir með störf forsetans en ánægjan með störf hans er minnst meðal þeirra sem ætla að kjósa Andra Snæ. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir sem eru óánægðastir með að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram eru ánægðastir með störf hans í hans forsetatíð. Þá minnkar einnig ánægja með störf forsetans eftir því sem svarendum finnst embættið skipta minna máli. Svarendur voru 824 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er panelhópur fólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 10. - 13. maí 2016.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent