Ástþór brást illa við spurningu um dræmt fylgi: „Hvers vegna ertu að boða mig hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 20:50 Ástþór Magnússon vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi brást ókvæða við spurningu Arnars Páls Haukssonar Í speglinum á Rás 1 í dag þegar Ástþór var spurður um dræmt fylgi sitt í skoðanakönnunum vegna forsetakosninga síðustu ára. „Hvers vegna ertu að boða mig hingað? Ég hélt að þetta væri þáttur til þess að kynna mín stefnumál og mitt framboð á hlutlausan hátt,“ spurði Ástþór Arnar Pál eftir að sá síðarnefndi bar saman skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar árið 2004 og þær sem halda á nú í sumar og spurði af hverju Ástþór hefði ekki bætt við sig fylgi síðustu tólf árin. Ástþór sagðist einnig hafa hlustað á viðtal Arnars Páls við Andra Snæ Magnason forsetaframbjóðanda og ofboðið og spurði Ástþór Arnar Pál hvort heppilegra væri fyrir hann að starfa á kassa í verslunum Bónus frekar en að stýra umræðuþætti hjá RÚV. „Ég velti því fyrir mér hvort þú væri kannski betur kominn á kassa í Bónus heldur en að starfa hér eða að þú seljir sál þína auglýsingafyrirtæki til að troða bandarískum vörum inn á þjóðina fram yfir þær íslensku,“ sagði Ástþór sem bætti við að fjölmörg ríki Evrópusambandsins bönnuðu skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna skoðanamyndandi áhrifa þeirra.Segir RÚV tefla fram sínum eigin frambjóðanda Þá sakaði hann RÚV um að hafa rænt kosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðenda. Spurður að því hver væri frambjóðandi RÚV svaraði Ástþór því ekki en ýjaði sterklega að því að sá maður væri Guðni Th. Jóhannesson sem RÚV leitaði til sem álitsgjafa í byrjun apríl í kringum þá atburði sem áttu sér stað þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér. Við skulum bara horfa á þann mann sem var mættur þegar þið tókuð niður forsætisráðherra þjóðarinnar í Kastljósviðtali. Og hver var svo mættur við hliðina á fréttakonunni? Var það ekki viss maður allt í einu uppáklæddur sem forseti,“ sagði Ástþór sem las svo upp grein sem birtist í Kjarnanum frá Hildi Þórðardóttur forsetaframbjóðenda þar sem hún spyr hvort að Guðni Th sé forsetaframbjóðandi valdsins. Eftir þessa orðaskipti ræddu Ástþór og Arnar Páll um stefnumál Ástþórs en Ástþór sagði meðal annars að hann vildi að landið á milli Hafnarfjarðar og Keflavíkurflugvallar yrði boðið undir starfsemi Sameinuðu þjóðanna þar sem hýsa mætti Öryggisráð og Allsherjarþing SÞ. Hlusta má á viðtal Arnars Páls við Ástþór hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50 Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon segir að Dorrit Moussaieff hafi logið að þjóðinni. 26. apríl 2016 22:50
Ástþór kominn með 3000 undirskriftir: "Hef fundið fyrir mjög auknum stuðningi“ Ástþór Magnússon gagnrýnir það að kjörstjórn veiti listanum ekki viðtöku. 13. apríl 2016 15:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent