Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2016 19:38 Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir fjóra leiki. vísir/valli „Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Fylkir tapaði fjórða leiknum í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið tók á móti ÍBV. Leikurinn fór 3-0 og hefur Fylkir ekki enn fengið stig í deildinni. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Fylkir tapaði fjórða leiknum í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið tók á móti ÍBV. Leikurinn fór 3-0 og hefur Fylkir ekki enn fengið stig í deildinni. „Leikurinn er varla byrjaður og við lentir undir. Það setti okkur aðeins á rassgatið. Síðan fáum við mjög klaufalegt mark á okkur stuttu síðar þar sem maðurinn fær bara að koma skokkandi í frákastið og setja boltann í netið, alveg fáránlegt. Það virðist vanta alla einbeitingu í okkar lið.“ Hermann segir að ákveðin atriði í varnarleik liðsins hafi verið barnalegt og menn náðu ekki að framkvæma hluti sem þeir eiga að hafa lært í sjötta flokki. „Stundum er liðið að koma sér í ágætis stöðu en þá tekur alltaf bara einhver klaufaskapur við og boltinn skoppar bara í legginn á mönnum og slíkt. Við erum með ákveðin gæði í okkar leik og það sást vel í vetur. Svo allt í einu þegar mótið byrjar, þá bara hverfur þetta úr okkar liði. Þetta er alveg hreint gríðarlega svekkjandi, það eru bara einföldu hlutirnir sem eru að klikka hjá okkur og þá er erfitt að vinna fótboltaleik.“ Fylkir hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu. „Sóknarleikurinn hefur verið okkar sterkasta hlið í vetur en það skiptir engu máli. Það er eitt að spila vel í einhverju vetrarmóti, en núna erum við komnir í alvörumótið. Menn þurfa halda áfram að gera hlutina eins og við gerðum í vetur, en það gerist ekkert að sjálfu sér. Ég veit ekki hvort menn séu farnir inn í einhverja skel en það er nokkur andlit í mínu liði sem líta bara út eins og frændur sínir,“ segir Hermann sem vildi ekki fara nánar út í það hvaða leikmenn það væru.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira