Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 29-30 | Oddaleikur framundan í Hafnarfirði Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni að Varmá skrifar 16. maí 2016 17:45 Jón Þorbjörn fagnar vel og innileg aí dag. vísir/anton brink Haukar tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á fimmtudaginn með sigri á Aftureldingu 30-29 í framlengdum leik í Mosfellsbæ í Olís deild karla. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Haukar tóku frumkvæðið í leiknum þegar liðið breytti stöðunni úr 3-2 fyrir Aftureldingu í 8-3 sér í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Unglingalandliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson sem byrjaði í marki Hauka í stað Giedrius Morkunas lokaði markinu og varði meðal annars tvö vítaköst á þessum kafla. Fyrir framan hann var vörn Hauka mjög góð. Janus Daði Smárason keyrði áfram sóknarleikinn hjá Haukum þó hann hafi ekki verið áberandi í markaskorun og lagði upp ófá færin fyrir félaga sína. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 en Afturelding mætti mjög öflug inn í seinni hálfleikinn og vann fljótt upp forskot Hauka. Haukar voru þó alltaf á undan að skora allan seinni hálfleikinn og Afturelding komst aldrei yfir. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmark undir lok leiksins en markverðir liðanna sem áttu báðir frábæran dag tryggðu liðunum framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 24-24. Afturelding vann þriðja leik liðanna eftir tvær framlengingar og með breiddina sín megin áttu flestir von á því að lengri spiltími myndi vinna með heimamönnum. Afturelding komst yfir snemma í framlengingunni og var marki yfir í hálfleik hennar 27-26. Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin úr hröðum sóknum og tryggðu sér sigurinn á síðustu mínútunni þegar Elías Már Halldórsson hljóp uppi villta sendingu Hákons Daða Styrmissonar. Mikk Pinnonen var allt í öllu í sóknarleik Aftureldingar en nokkuð munaði um að Jóhann Gunnar Einarsson virtist ekki geta beitt sér að fullu. Vörn Aftureldingar var mjög góð í seinni hálfleik venjulegs leiktíma og Davíð Svansson magnaður í markinu. Í marki Hauka var Grétar Ari frábær en hann var með 50% markvörslu í leiknum. Grétar Ari kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliði en Morkunas hefur ekki fundið sig í leikjunum gegn Aftureldingu. Janus Daði var tekinn úr umferð nánast allan seinni hálfleikinn og framlenginguna og áttu Haukar í vandræðum með að leysa það. Þreyta sýndi sig hjá mörgum leikmönnum en þrátt fyrir það voru mikil gæði í leiknum á löngum köflum. Elías Már sem er fæddur og uppalinn í Mosfellbænum skoraði tvö af þremur síðustu mörkum Hauka og steig upp eins og svo oft áður þegar allt var undir. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn klukkan 19:30.Elías Már skoraði sigurmarkið.vísir/anton brinkElías: Ætlum að vinna þá á fimmtudaginn Þrír dagar eru fram að oddaleiknum á fimmtudaginn en aðeins tveir daga voru á milli leikja þrjú og fjögur. Það er ekki síst það sem gleður Elías Má Halldórsson sem skoraði sigurmark Hauka í dag eftir leikinn. „Það er eitt af því sem við erum virkilega ánægðir með,“ sagði Elías Már. „Það er það sama fyrir Aftureldingu. Það eru allir orðnir þreyttir. Þetta er farið að taka á. Nú er það bara að huga vel um sig fram á fimmtudag og svo verður þetta áfram geggjuð veisla.“ Leikir Hauka og Aftureldingar hafa allir verið jafnir og spennandi og þrátt fyrir að þreytan sé farin að taka sinn toll þá eru gæði handboltans mikil. „Þessir leikir hafa boðið upp á allt. Tvær framlengingar síðast, ein núna. Frábærar vörslur inn á milli, frábærar sóknir, frábærar varnir. Þetta bíður upp á allt. Háspenna lífshætta. Þetta er geggjuð auglýsing fyrir handboltann. „Það er langt síðan ég man eftir að þetta hafi verið svona rosalega spennandi,“ sagði Elías. Haukar hafa tapað þremur leikjum á heimavelli í röð í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan liðið hóf að leika í DB Schenker höllinni á Ásvöllum. Elías segir ekki koma til greina að tapa fjórða heimaleiknum í röð. „Það er ekki að fara að gerast. Við ætluðum að ná okkur í þennan leik á fimmtudaginn á Ásvöllum og það tókst. Við ætlum að vinna þá á fimmtudaginn.“Grétar Ari var magnaður í markinu.vísir/anton brinkGrétar: Stórkostlegt tækifæri fyrir mig Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarlið Hauka í dag og átti hreint út sagt frábæran dag í markinu. „Við erum með stórkostlega vörn og þeir eru ekkert að fá góð færi þarna í fyrri hálfleik. Þetta er eitt línuskot og tvö víti. Fyrir utan það voru þetta allt mínir bolta. Ég klikka líka á einhverjum sex boltum sem ég á að taka til viðbótar,“ sagði Grétar Ari langt frá því að svífa eitthvað frá jörðinni eftir góðan leik. „Ég er mjög ánægður. Það hefur myndast mikil gagnrýni á markvörsluna hjá okkur í Haukum og mér finnst þetta stórkostlegt tækifæri fyrir mig. Ég hef aldrei spilað undir svona gagnrýni áður. „Það var gaman að fá að spila undir þessari pressu. Þú sérð eins og með íslenska landsliðið. Björgvin Páll (Gústavsson), besti markmaðurinn okkar er alltaf gagnrýndur í jörðina og þarf að glíma við þetta daglega og mér finnst ég mjög heppinn að hafa fengið svona alvöru mótlæti eins og maður segir,“ sagði Grétar Ari sem gekk um allt með handklæði um hálsinn eftir leikinn.Davíð Svansson var flottur í kvöld.vísir/anton brinkDavíð: Bið Rothöggið afsökunar Davíð Svansson markvörður Aftureldingar var eðlilega mjög ósáttur eftir tapið í dag og sá ekkert jákvætt við góða frammistöðu sína. „Nei, ég gerði ekki nóg. Menn þurfa að gera nóg til að vinna. Það dugir ekki að gera næstum því. Það þarf að gera það, ekki bara reyna,“ sagði markvörðurinn sem þráði ekkert heitar en að fagna Íslandsmeistaratitlinum í dag. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í dag. Þetta var fram og til baka eins og við er að búast. Þeir sem vilja þetta vinna og þeir vildu þetta greinilega. „Við þurfum að hreinsa kollinn því menn hljóta að vera mjög pirraðir núna, menn þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Davíð. Allir leikirnir fjórir í einvíginu til þessa hafa unnist á útivelli og ætlar Afturelding að sjálfsögðu að sækja þriðja sigurinn á Ásvelli á fimmtudaginn. „Það er ekki gaman að þurfa að fara á Ásvelli og þurfa að vinna þar en við höfum gert það tvisvar og getum gert það aftur.“ Stemningin á leiknum var frábær og húsið troð fullt. Davíð sparaði ekki stóru orðin þegar hann lýsti stuðningsmönnum Aftureldingar. „Þetta var frábært og ég bið Rothöggið afsökunar. Þetta eru klárlega bestu stuðningsmenn landsins.“Vísir Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á fimmtudaginn með sigri á Aftureldingu 30-29 í framlengdum leik í Mosfellsbæ í Olís deild karla. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en Haukar tóku frumkvæðið í leiknum þegar liðið breytti stöðunni úr 3-2 fyrir Aftureldingu í 8-3 sér í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Unglingalandliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson sem byrjaði í marki Hauka í stað Giedrius Morkunas lokaði markinu og varði meðal annars tvö vítaköst á þessum kafla. Fyrir framan hann var vörn Hauka mjög góð. Janus Daði Smárason keyrði áfram sóknarleikinn hjá Haukum þó hann hafi ekki verið áberandi í markaskorun og lagði upp ófá færin fyrir félaga sína. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 13-9 en Afturelding mætti mjög öflug inn í seinni hálfleikinn og vann fljótt upp forskot Hauka. Haukar voru þó alltaf á undan að skora allan seinni hálfleikinn og Afturelding komst aldrei yfir. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmark undir lok leiksins en markverðir liðanna sem áttu báðir frábæran dag tryggðu liðunum framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 24-24. Afturelding vann þriðja leik liðanna eftir tvær framlengingar og með breiddina sín megin áttu flestir von á því að lengri spiltími myndi vinna með heimamönnum. Afturelding komst yfir snemma í framlengingunni og var marki yfir í hálfleik hennar 27-26. Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin úr hröðum sóknum og tryggðu sér sigurinn á síðustu mínútunni þegar Elías Már Halldórsson hljóp uppi villta sendingu Hákons Daða Styrmissonar. Mikk Pinnonen var allt í öllu í sóknarleik Aftureldingar en nokkuð munaði um að Jóhann Gunnar Einarsson virtist ekki geta beitt sér að fullu. Vörn Aftureldingar var mjög góð í seinni hálfleik venjulegs leiktíma og Davíð Svansson magnaður í markinu. Í marki Hauka var Grétar Ari frábær en hann var með 50% markvörslu í leiknum. Grétar Ari kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliði en Morkunas hefur ekki fundið sig í leikjunum gegn Aftureldingu. Janus Daði var tekinn úr umferð nánast allan seinni hálfleikinn og framlenginguna og áttu Haukar í vandræðum með að leysa það. Þreyta sýndi sig hjá mörgum leikmönnum en þrátt fyrir það voru mikil gæði í leiknum á löngum köflum. Elías Már sem er fæddur og uppalinn í Mosfellbænum skoraði tvö af þremur síðustu mörkum Hauka og steig upp eins og svo oft áður þegar allt var undir. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudaginn klukkan 19:30.Elías Már skoraði sigurmarkið.vísir/anton brinkElías: Ætlum að vinna þá á fimmtudaginn Þrír dagar eru fram að oddaleiknum á fimmtudaginn en aðeins tveir daga voru á milli leikja þrjú og fjögur. Það er ekki síst það sem gleður Elías Má Halldórsson sem skoraði sigurmark Hauka í dag eftir leikinn. „Það er eitt af því sem við erum virkilega ánægðir með,“ sagði Elías Már. „Það er það sama fyrir Aftureldingu. Það eru allir orðnir þreyttir. Þetta er farið að taka á. Nú er það bara að huga vel um sig fram á fimmtudag og svo verður þetta áfram geggjuð veisla.“ Leikir Hauka og Aftureldingar hafa allir verið jafnir og spennandi og þrátt fyrir að þreytan sé farin að taka sinn toll þá eru gæði handboltans mikil. „Þessir leikir hafa boðið upp á allt. Tvær framlengingar síðast, ein núna. Frábærar vörslur inn á milli, frábærar sóknir, frábærar varnir. Þetta bíður upp á allt. Háspenna lífshætta. Þetta er geggjuð auglýsing fyrir handboltann. „Það er langt síðan ég man eftir að þetta hafi verið svona rosalega spennandi,“ sagði Elías. Haukar hafa tapað þremur leikjum á heimavelli í röð í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan liðið hóf að leika í DB Schenker höllinni á Ásvöllum. Elías segir ekki koma til greina að tapa fjórða heimaleiknum í röð. „Það er ekki að fara að gerast. Við ætluðum að ná okkur í þennan leik á fimmtudaginn á Ásvöllum og það tókst. Við ætlum að vinna þá á fimmtudaginn.“Grétar Ari var magnaður í markinu.vísir/anton brinkGrétar: Stórkostlegt tækifæri fyrir mig Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson kom nokkuð óvænt inn í byrjunarlið Hauka í dag og átti hreint út sagt frábæran dag í markinu. „Við erum með stórkostlega vörn og þeir eru ekkert að fá góð færi þarna í fyrri hálfleik. Þetta er eitt línuskot og tvö víti. Fyrir utan það voru þetta allt mínir bolta. Ég klikka líka á einhverjum sex boltum sem ég á að taka til viðbótar,“ sagði Grétar Ari langt frá því að svífa eitthvað frá jörðinni eftir góðan leik. „Ég er mjög ánægður. Það hefur myndast mikil gagnrýni á markvörsluna hjá okkur í Haukum og mér finnst þetta stórkostlegt tækifæri fyrir mig. Ég hef aldrei spilað undir svona gagnrýni áður. „Það var gaman að fá að spila undir þessari pressu. Þú sérð eins og með íslenska landsliðið. Björgvin Páll (Gústavsson), besti markmaðurinn okkar er alltaf gagnrýndur í jörðina og þarf að glíma við þetta daglega og mér finnst ég mjög heppinn að hafa fengið svona alvöru mótlæti eins og maður segir,“ sagði Grétar Ari sem gekk um allt með handklæði um hálsinn eftir leikinn.Davíð Svansson var flottur í kvöld.vísir/anton brinkDavíð: Bið Rothöggið afsökunar Davíð Svansson markvörður Aftureldingar var eðlilega mjög ósáttur eftir tapið í dag og sá ekkert jákvætt við góða frammistöðu sína. „Nei, ég gerði ekki nóg. Menn þurfa að gera nóg til að vinna. Það dugir ekki að gera næstum því. Það þarf að gera það, ekki bara reyna,“ sagði markvörðurinn sem þráði ekkert heitar en að fagna Íslandsmeistaratitlinum í dag. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í dag. Þetta var fram og til baka eins og við er að búast. Þeir sem vilja þetta vinna og þeir vildu þetta greinilega. „Við þurfum að hreinsa kollinn því menn hljóta að vera mjög pirraðir núna, menn þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Davíð. Allir leikirnir fjórir í einvíginu til þessa hafa unnist á útivelli og ætlar Afturelding að sjálfsögðu að sækja þriðja sigurinn á Ásvelli á fimmtudaginn. „Það er ekki gaman að þurfa að fara á Ásvelli og þurfa að vinna þar en við höfum gert það tvisvar og getum gert það aftur.“ Stemningin á leiknum var frábær og húsið troð fullt. Davíð sparaði ekki stóru orðin þegar hann lýsti stuðningsmönnum Aftureldingar. „Þetta var frábært og ég bið Rothöggið afsökunar. Þetta eru klárlega bestu stuðningsmenn landsins.“Vísir
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira