Unun að spila fyrir fullu húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2016 10:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira