Arnar: Ég var tiltölulega þægur í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:50 Arnar Grétarsson var kominn aftur á hliðarlínuna í dag. vísir/vilhelm "Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
"Maður er alltaf ánægður með þrjú stig en þetta var ekki fallegt og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir 1-0 sigur liðsins gegn Víkingi í lokaumferð þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Atli Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en Blikar voru svo manni fleiri allan seinni hálfleikinn og rúmlega það eftir að Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. "Leikurinn breytist auðvitað þegar Viktor Bjarki fékk seinna gula spjaldið. Ég sá ekki hvað gerðist þar. Hann var búinn að vera í æsing þarna skömmu áður en hvort menn hafi rekist í hvorn annan eða sparkað veit ég ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði Arnar. "Það er alltaf slæmt þegar lið missa menn af velli. Þetta eyðileggur leikinn og þess vegna sáum við svolítið skrítinn seinni hálfleik. Auðvitað er ég drullusáttur við að vera með þrjú stig. Ég er samt ekki nógu ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik." Aðspurður hvort Blikar hefðu ekki mátt taka seinni hálfleikinn mun fastari tökum og ganga frá leiknum svaraði Arnar: "Algjörlega. Ég er hjartanlega sammála því. Víkingarnir bökkuðu niður og gerðu það vel en mér fannst við vera alltof hægir og létum bolta ekki rúlla. Staðan 1-0 er alltaf hættuleg og Víkingarnir fengu eitt færi til að jafna." "Ég var ósáttur við spilamennskuna í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira á þá og ná öðru marki til að klára leikinn. Það er ýmislegt sem við getum bætt." "Við erum samt að spila á móti góðu liði með fínasta mannskap. Ég átti alltaf von á erfiðum leik. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þannig þetta var eins og ég bjóst við," sagði Arnar. Þjálfari sneri aftur í kvöld úr tveggja leikja banni. Ætlar hann ekki að halda sér frá stúkunni í framtíðinni og vera á hliðarlínunni? "Ég ætla að reyna það. Ég ætla að reyna að halda mér á mottunni. Ég held ég hafi verið tiltölulega þægur í dag," sagði Arnar Grétarsson léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Framherji Víkinga var eins og þjálfarinn sinn ósáttur við frammistöðu Valdimars Pálssonar í kvöld. 13. maí 2016 22:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15