Valdi vallavörður verður nú alltaf á Kópavogsvellinum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:00 Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Valdimar Kristinn Valdimarsson var mikil goðsögn í sögu fótboltans í Kópavogi og það var vel við hæfi að lágmynd af Valdimar Kristni Valdimarssyni, eða Valda vallarverði, hafi nú verið afhjúpuð á Kópavogsvelli. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, fór og skoðaði þennan flotta minnisvarða sem var afhjúpaður fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Blika í Pepsi-deild kvenna fyrr í vikunni. Guðjón ræddi við son Valda vallavarðar um föður hans og stöðu mála hjá Breiðabliki í dag. „Hann var alltaf að vinna að því að íþróttaaðstaðan hjá Breiðabliki yrði hjarta bæjarins. Hann var að vinna að því öll þessi ár," sagði Valdimar Valdimarsson um föður sinn. „Hann sagði það einu sinni þegar við vorum að vinna hér saman á Kópavogsvelli að hann yrði hérna alltaf og nú hefur það ræst," sagði Valdimar. Blikar báru mikla virðingu fyrir og mikinn hlýhug til Valda enda var þar á ferð einstakur æskulýðsleiðtogi sem lagði sig fram um að hvetja bæði stráka og stelpur, unga sem eldri til að æfa sig í fótbolta. Margir halda því fram að hann hafi með elju sinni og áhuga lagt grunninn að því að ungar stúlkur fóru að iðka knattspyrnu og ekki bara í Kópavogi. Heiðar Bergmann Heiðarsson, oft nefndur Heisi, hóaði saman nokkrum valinkunnum Blikum til að undirbúa gerð lágmyndar af Valda sem komið yrði fyrir á fallegum steini við inngang að Kópavogsvelli. Listamaðurinn Ívar Valgarðsson var fengin til að gera gifsmót eftir gömlum ljósmyndum og Málmsteypan Hella steypti svo myndina í brons. Innslagið hans Gauða má sjá hér í spilaranum fyrir ofan. Valdimar Kristinn Valdimarsson var gegnheill Bliki og guðfaðir og Guðjón ræddi um Valdimar Kristinn Valdimarsson við son hans Valdimar Valdimarsson sem lék með Breiðabliki frá 1976 til 1983 og þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Valdimar tekur undir það að faðir hans hafi verið hjartað og sálin í félaginu. „Hann var það á þessum árum. Þegar hann er út í Vallargerði frá árunum 1965 til 1966 og alveg fram yfir 1990 þá er þetta bara félagsmiðstöð hjá honum. Krakkarnir komu og fengu bolta hjá honum og hann gerði við boltana. Þau gátu verið þarna allan daginn," sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira