Bjarni: Ólsarar fengu eitt stig, við fengum eitt stig og dómarinn eitt stig Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2016 21:30 Bjarni Jóhannsson var ósáttur við vítaspyrnudóminn. vísir/ernir „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45