Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Snærós Sindradóttir skrifar 13. maí 2016 07:00 Bessastaðir Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Sumir frambjóðendur til forseta Íslands komu af fjöllum í gær þegar blaðamaður greindi þeim frá því að skila ætti meðmælalistum til yfirkjörstjórna í öllum kjördæmum utan eins, í dag. Ari Jósepsson, sem segist hafa safnað öllum 1.500 undirskriftunum, var símtalinu þakklátur enda hélt hann að skila ætti listunum 21. maí, degi eftir að framboðsfrestur rennur endanlega út. „Ég fór alveg feil, sem betur fer hringdirðu,“ sagði Ari feginsrómi. Framboðsfrestur hefur enda verið kynntur sem 20. maí hingað til og er ekki nema von að frambjóðendur ruglist. Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum, utan Norðausturkjördæmis, hafa óskað eftir því að fá meðmælalistana í dag til yfirferðar svo hægt verði að gefa út vottorð um framboð áður en næsta vika er liðin. Kjörstjórn í Norðausturkjördæmi óskar eftir listum 17. maí næstkomandi. Vottorði og meðmælalistum verður svo skilað til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí.Guðni Th. Jóhannesson, sem mælist efstur á meðal frambjóðenda, svaraði því snöggt að búið væri að safna öllum undirskriftum. „En mig dreymdi að við hefðum gleymt einum fjórðungnum,“ bætti hann við og rak upp angistaróp með leikrænum tilburðum. Síðasti frambjóðandinn sem steig fram var Magnús Ingiberg Jónsson frá Svínavatni. Hann er bjartsýnn en það fylgja því ókostir að hafa verið lengi að taka af skarið. „Þetta er svona að þokast en mætti ganga betur. Það virðist vera búið að safna svo mikið sums staðar. Aðrir eru búnir að fara á undan manni og kemba svæðið. Við gefumst ekkert upp.“ Yfirkjörstjórnir fara vandlega yfir það að ekki sé sama nafn tvisvar á listunum. Fari svo að einhver meðmælandi hafi skrifað á lista tveggja frambjóðenda fellur nafnið út á báðum listum. Það er vegna svoleiðis vandræða sem yfirkjörstjórn vill hafa viku til að gefa frambjóðendum svigrúm til að laga listann. „Fresturinn getur auðvitað ekki orðið lengri en svo að við eigum kost á því að fara yfir það sem skilað er til viðbótar og gefa út vottorðin, þannig að fólk komist með þetta í ráðuneytið fyrir miðnætti. Þetta er allt að bresta á,“ segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Fréttablaðið hringdi í frambjóðendur eða starfsmenn frambjóðenda til að fá úr því skorið hvort nægilegur fjöldi undirskrifta hefði náðst. Hringt var í gær, fimmtudag. Staðan gæti hafa breyst síðan. Magnús Ingi Magnússon, frambjóðandi og eigandi Texasborgara, ætlar að nýta sér þennan frest. „Ég er með lokaátakið um helgina. Ég er búinn með allt Suðurlandið en það vantar svolítið upp á landsbyggðina. Ég ætla að gefa mér þennan tíma fram í næstu viku.“ Elísabet Jökulsdóttir á sömuleiðis í vandræðum með að fá næga meðmælendur á landsbyggðinni. „Mig vantar aðallega frá Austfjörðum og Norðurlandi. Ég verð sennilega bara að fljúga norður og vinna einn dag í Kjarnafæði og álverinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira