Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2016 14:40 Davíð Oddsson er að reima á sig kosningaskóna en kosningavélin hikstar óvænt. visir/ernir Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15