Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-0 | Pálmi Rafn tryggði KR öll stigin | Sjáðu markið Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Alvogen-vellinum skrifar 12. maí 2016 22:45 Atli Viðar Björnsson byrjaði í kvöld en fór út af meiddur. vísir/andri marinó KR vann sinn fyrsta sigur í sumar í Pepsi-deild karla í kvöld og það gegn FH en liðið lagði Íslandsmeistarana, 1-0, í stórleik þriðju umferðarinar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik eftir fallega fyrirgjöf danska bakvarðarins Mortens Beck. Hann hefur komið vel inn í KR-liðið og lagði einnig upp mark í síðasta leik. Atli Viðar Björnsson var í byrjunarliði FH í fjarveru Steven Lennon og fékk tvö dauðafæri til að skora í fyrri hálfleik. Honum tókst ekki að koma boltanum í netið og fór af velli snemma í seinni hálfleik meiddur. Sigurinn er mikilvægur fyrir KR því með tapi hefði liðið misst meistarana sjö stigum á undan sér. FH er með sex stig eftir leikinn í kvöld en KR með fimm stig.Af hverju vann KR? Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu af góðum krafti til leiks í þeim síðari. Leikur KR hafði fyrst og fremst gengið út á að reyna að koma boltanum á Hólmbert sem náði að skapa sér lítið gegn þéttri vörn FH-inga. FH-ingar fengu besta færi fyrri hálfleiks en náðu ekki að svara pressu KR-inga í þeim síðari. Að minnsta kosti ekki framan af. En það þurfti svo alvöru samspil til að brjóta ísinn og var sóknin sem bjó til mark Pálma Rafns öflug. Henni lauk með góðri sendingu frá Morten Beck inn í teig og Pálmi Rafn þurfti lítið að gera eftir gott hlaup inn í teig. KR-ingar pössuðu sig á að verja forystuna með mikilli baráttu inni á miðjunni. Aftasta varnarlína var mistæk í fyrri hálfleik en hún náði að standa áhlaup gestanna af sér undir lok leiksins og sjá til þess að heimamenn næðu að landa sigrinum.Þessir stóðu upp úr Það erfitt að taka einhverja leikmenn fram fyrir aðra í þessum leik. Flestir áttu góða kafla og slæma, allir börðust eins og ljón og létu vel til sín taka. Mark Pálma Rafns gerði gæfumuninn og stoðsendingin var góð hjá Morten Beck. Gunnar Þór átti einnig góðan leik í hinni bakvarðastöðunni og Michael Præst stóð í mikilli baráttu inni á miðjunni. KR-ingar héldu hreinu í dag og varnarmenn KR-inga fá hrós fyrir það, þó svo að það hafi staðið tæpt. Varnarmenn FH-inga voru einnig góðir í dag þó svo að þeir hafi fengið á sig markið. Bergsveinn Ólafsson er að finna taktinn með Kassim Doumbia fyrir miðju varnarinnar og hann bjargaði nokkrum sinnum vel í kvöld. Þórarinn Ingi byrjaði af krafti en það dró af honum og Atli Guðnason átti einnig ágæta takta.Hvað gekk illa? FH-ingar náðu ekki að svara fyrir sig eftir mark KR-inga og spiluðu verr eftir það. Davíð Þór Viðarsson hefur verið afar áreiðanlegur á miðju FH en tvívegis missti hann boltann klaufalega frá sér og var hann stálheppinn að honum var ekki refsað meira fyrir það en raunin varð. Atli Viðar Björnsson fékk tækifærið í dag í fjarveru Steven Lennon, sem var í banni, en hann náði ekki að nýta sér það. Það ýtir enn frekar undir þann stimpil sem hann hefur fengið á sig sem ofurvaramaður. Kristján Flóki kom inn fyrir hann og barðist mikið en það kom lítið úr því sem hann gerði.Hvað gerist næst? KR hefði misst FH sjö stigum frá sér með tapi í kvöld og því var sigurinn afar þýðingamikill. FH hefur nú misst bæði Stjörnuna og Ólafsvíkinga fyrir ofan sig en liði mætir Fjölni, sem er einni gmeð sex stig, í næstu umferð. KR-ingar höfðu betur gegn FH í baráttu liða sem var spáð góðu gengi í sumar og eiga fyrir höndum aðra eins baráttu gegn toppliði Stjörnunnar í næstu umferð. Garðbæingar eru á mikilli siglingu og verður afar áhugavert að sjá hvort að KR-ingar hafi það sem þarf til að hægja á þeim bláu.Heimir: Við spiluðum þeirra leik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki KR-inga í kvöld. „Við vorum ágætir á köflum í fyrri hálfleik en mér fannst við spila þeirra leik, ekki okkar. Þess vegna töpuðum við leiknum. Við hættum að hreyfa okkur inni á vellinum og boltinn gekk ekki nógu vel á milli manna,“ segir Heimir. „Við leituðum of mikið í löngu spyrnurnar og þeir eru með sterka varnarmenn til að verjast.“ Það var mikið tekið á því í leiknum og leikmenn voru duglegir að láta fyrir sér finna. „Er það ekki hluti af leiknum og það sem fólk vill sjá? Ég held að við getum ekki kvartað mikið yfir dómgæslunni. Hann leyfði leiknum að fljóta þó svo að það hafi verið ýmislegt sem maður var ósáttur við.“Emil: Maímótið er bara svona Segir að barátta og stimpingar vilji oft einkenna fótbolta í upphafi móts, sérstaklega þegar grasvellirnir eru ekki komnir í sitt besta stand. „Það var ekki mikið um fallegan fótbolta í dag en þeim mun meira um stöðubaráttu. Þetta gat fallið hvoru megin sem var en við fengum á okkur klaufalegt mark. Þeir náðu að halda sínu striki.“ Emil segir að það sé ekki leikstíll FH-inga að spila löngum boltum eins og þeir gerðu á löngum köflum í síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki nógu ógnandi eftir að þeir skoruðu og það var lélegt hjá okkur.“ „En völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta endar á því að vera mikið um stöðubaráttu - stimpingar og fleira slíkt. Enda fóru tveir menn blóðugir út af í lokin. Maímótið er yfirleitt svona.“ Hann segir að FH-ingar hafi misst af tækifæri hér í kvöld. „Með sigri hefðum við farið sjö stigum á undan þeim og við vildum koma okkur í þá stöðu. Það er svekkjandi að hafa ekki nýtt það tækifæri í dag.“Pálmi Rafn: Kannski erum við svona lélegir í fótbolta Pálmi Rafn Pálmason var hetja KR-inga gegn FH í kvöld og skoraði eina markið í 1-0 sigri. „Djöfull var þetta geggjað! Þetta var ljótur fótbolti og mikil barátta í 90 mínútur,“ sagði Pálmi Rafn sem var ekki farinn að hafa áhyggjur af sínum mönnum eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. „Auðvitað nær hvorugt liðið að spila sinn bolta og því var þetta svolítið tilviljunarkennt. Við sköpuðum okkur færi og við hefðum alveg eins getað skorað á 90. mínútu.“ Umræðan um ástand grasvalla hefur verið áberandi í upphafi móts og KR-völlurinn hefur oft litið betur út. En er það því að kenna hvernig leikurinn var í kvöld. „Kannski erum við bara svona lélegir í fótbolta,“ sagði Pálmi Rafn í léttum dúr. „Nei, þetta er erfitt. Maður vill ekki taka of mikla sénsa við þessar aðstæður.“ Hann segir gott að hafa náð sigrinum eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. „Það var ekki það sem við stefndum að og því gott að klára þetta.“Indriði: Þetta var ekki fallegt Fyrirliði KR-inga vildi lítið tjá sig um dómgæsluna eftir leik KR og FH í kvöld. „Þetta var kærkominn sigur. Það er gott að hafa svona frábæra stuðningsmenn sem stóðu við bakið á okkur. Þetta var ekki fallegt en alltaf sætt að vinna.“ Hann vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í kvöld. „Hún er bara eins og hún er og við gerum ekkert í því. Það hallar vonandi jafnt á bæði lið í lok dags og við erum bara sáttir við sigurinn.“ Skúli Jón fór blóðugur út af eftir að hafa fengið óviljandi olnbogaskot frá Kassim Doumbia. „Það er alltaf hættulegt þegar við varnarmenn förum fram. Við vitum ekki alveg hvar við eigum að hafa hendurnar. Hann var kannski óheppinn að fara svona með höndina og ég geri ekki ráð fyrir að þetta hafi verið viljandi.“ Hann segir mikilvægt að hafa unnið en mikilvægara að hafa fengið góðan leik. „Nú erum við einu stigi á eftir FH en þau hefðu verið töluvert fleiri með tapi. Þetta gefur auðvitað góða vísbendingu um það sem koma skal og vonandi sjáum við betri fótbolta með hækkandi sól og betra grasi.“Bjarni: Þurfum að vera betri en andstæðingurinn og dómarinn Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, var ánægður með sigurinn á FH í kvöld en segir of snemmt að fella stóra dóma um stöðu liðanna. „Það er hellingur eftir af mótinu. Titilbaráttan réðst ekki hér í kvöld en það er vissulega sætt að hafa náð í þrjú stig hér í kvöld,“ sagði Bjarni. KR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í kvöld eftir jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Bjarni segir þó að það hefði ekki verið slæmt hefði KR ekki unnið í kvöld. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við áttum mjög fínan leik í Laugardalnum um daginn og vorum við óheppnir þar að fara bara þaðan með eitt stig.“ „Það er svo alltaf markmiðið að halda hreinu hér á heimavelli og skora 1-2 mörk. Það gekk eftir í kvöld með frábærum stuðningi margra KR-inga á vellinum í kvöld.“ Hann segir ljóst að barátta og læti hafi einkennt leikinn, í bland við erfiðar aðstæður. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og mikillar baráttu í liðinu,“ sagði þjálfarinn. Bjarni segir að dómgæslan hefði mátt vera betri í kvöld en það mátti sjá á honum og öðrum á hliðarlínunni KR-megin að þeir voru þar afar ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum. „Oft á tíðum virðist okkur að við þurfum að vera betri en bæði andstæðingurinn og dómarinn. Í dag tókst það.“ „Ákvarðanir dómara eru misjafnar á vellinum. Leikurinn er hraður og erfiður og það bitnaði á báðum liðum. En mér fannst ákvarðanirnar sem voru teknar ekkert sérlega skemmtilegar.“ „Það væri ágætt að sjá einhverja línu í leikjunum. Við erum ekki að biðja um neitt svakalega mikið. Bara að það sé viðmið sem við getum haft til að fara eftir í leikjunum.“vísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brink Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
KR vann sinn fyrsta sigur í sumar í Pepsi-deild karla í kvöld og það gegn FH en liðið lagði Íslandsmeistarana, 1-0, í stórleik þriðju umferðarinar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik eftir fallega fyrirgjöf danska bakvarðarins Mortens Beck. Hann hefur komið vel inn í KR-liðið og lagði einnig upp mark í síðasta leik. Atli Viðar Björnsson var í byrjunarliði FH í fjarveru Steven Lennon og fékk tvö dauðafæri til að skora í fyrri hálfleik. Honum tókst ekki að koma boltanum í netið og fór af velli snemma í seinni hálfleik meiddur. Sigurinn er mikilvægur fyrir KR því með tapi hefði liðið misst meistarana sjö stigum á undan sér. FH er með sex stig eftir leikinn í kvöld en KR með fimm stig.Af hverju vann KR? Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu af góðum krafti til leiks í þeim síðari. Leikur KR hafði fyrst og fremst gengið út á að reyna að koma boltanum á Hólmbert sem náði að skapa sér lítið gegn þéttri vörn FH-inga. FH-ingar fengu besta færi fyrri hálfleiks en náðu ekki að svara pressu KR-inga í þeim síðari. Að minnsta kosti ekki framan af. En það þurfti svo alvöru samspil til að brjóta ísinn og var sóknin sem bjó til mark Pálma Rafns öflug. Henni lauk með góðri sendingu frá Morten Beck inn í teig og Pálmi Rafn þurfti lítið að gera eftir gott hlaup inn í teig. KR-ingar pössuðu sig á að verja forystuna með mikilli baráttu inni á miðjunni. Aftasta varnarlína var mistæk í fyrri hálfleik en hún náði að standa áhlaup gestanna af sér undir lok leiksins og sjá til þess að heimamenn næðu að landa sigrinum.Þessir stóðu upp úr Það erfitt að taka einhverja leikmenn fram fyrir aðra í þessum leik. Flestir áttu góða kafla og slæma, allir börðust eins og ljón og létu vel til sín taka. Mark Pálma Rafns gerði gæfumuninn og stoðsendingin var góð hjá Morten Beck. Gunnar Þór átti einnig góðan leik í hinni bakvarðastöðunni og Michael Præst stóð í mikilli baráttu inni á miðjunni. KR-ingar héldu hreinu í dag og varnarmenn KR-inga fá hrós fyrir það, þó svo að það hafi staðið tæpt. Varnarmenn FH-inga voru einnig góðir í dag þó svo að þeir hafi fengið á sig markið. Bergsveinn Ólafsson er að finna taktinn með Kassim Doumbia fyrir miðju varnarinnar og hann bjargaði nokkrum sinnum vel í kvöld. Þórarinn Ingi byrjaði af krafti en það dró af honum og Atli Guðnason átti einnig ágæta takta.Hvað gekk illa? FH-ingar náðu ekki að svara fyrir sig eftir mark KR-inga og spiluðu verr eftir það. Davíð Þór Viðarsson hefur verið afar áreiðanlegur á miðju FH en tvívegis missti hann boltann klaufalega frá sér og var hann stálheppinn að honum var ekki refsað meira fyrir það en raunin varð. Atli Viðar Björnsson fékk tækifærið í dag í fjarveru Steven Lennon, sem var í banni, en hann náði ekki að nýta sér það. Það ýtir enn frekar undir þann stimpil sem hann hefur fengið á sig sem ofurvaramaður. Kristján Flóki kom inn fyrir hann og barðist mikið en það kom lítið úr því sem hann gerði.Hvað gerist næst? KR hefði misst FH sjö stigum frá sér með tapi í kvöld og því var sigurinn afar þýðingamikill. FH hefur nú misst bæði Stjörnuna og Ólafsvíkinga fyrir ofan sig en liði mætir Fjölni, sem er einni gmeð sex stig, í næstu umferð. KR-ingar höfðu betur gegn FH í baráttu liða sem var spáð góðu gengi í sumar og eiga fyrir höndum aðra eins baráttu gegn toppliði Stjörnunnar í næstu umferð. Garðbæingar eru á mikilli siglingu og verður afar áhugavert að sjá hvort að KR-ingar hafi það sem þarf til að hægja á þeim bláu.Heimir: Við spiluðum þeirra leik Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ekki ánægður með hvernig hans menn brugðust við marki KR-inga í kvöld. „Við vorum ágætir á köflum í fyrri hálfleik en mér fannst við spila þeirra leik, ekki okkar. Þess vegna töpuðum við leiknum. Við hættum að hreyfa okkur inni á vellinum og boltinn gekk ekki nógu vel á milli manna,“ segir Heimir. „Við leituðum of mikið í löngu spyrnurnar og þeir eru með sterka varnarmenn til að verjast.“ Það var mikið tekið á því í leiknum og leikmenn voru duglegir að láta fyrir sér finna. „Er það ekki hluti af leiknum og það sem fólk vill sjá? Ég held að við getum ekki kvartað mikið yfir dómgæslunni. Hann leyfði leiknum að fljóta þó svo að það hafi verið ýmislegt sem maður var ósáttur við.“Emil: Maímótið er bara svona Segir að barátta og stimpingar vilji oft einkenna fótbolta í upphafi móts, sérstaklega þegar grasvellirnir eru ekki komnir í sitt besta stand. „Það var ekki mikið um fallegan fótbolta í dag en þeim mun meira um stöðubaráttu. Þetta gat fallið hvoru megin sem var en við fengum á okkur klaufalegt mark. Þeir náðu að halda sínu striki.“ Emil segir að það sé ekki leikstíll FH-inga að spila löngum boltum eins og þeir gerðu á löngum köflum í síðari hálfleik. „Mér fannst við ekki nógu ógnandi eftir að þeir skoruðu og það var lélegt hjá okkur.“ „En völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta endar á því að vera mikið um stöðubaráttu - stimpingar og fleira slíkt. Enda fóru tveir menn blóðugir út af í lokin. Maímótið er yfirleitt svona.“ Hann segir að FH-ingar hafi misst af tækifæri hér í kvöld. „Með sigri hefðum við farið sjö stigum á undan þeim og við vildum koma okkur í þá stöðu. Það er svekkjandi að hafa ekki nýtt það tækifæri í dag.“Pálmi Rafn: Kannski erum við svona lélegir í fótbolta Pálmi Rafn Pálmason var hetja KR-inga gegn FH í kvöld og skoraði eina markið í 1-0 sigri. „Djöfull var þetta geggjað! Þetta var ljótur fótbolti og mikil barátta í 90 mínútur,“ sagði Pálmi Rafn sem var ekki farinn að hafa áhyggjur af sínum mönnum eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. „Auðvitað nær hvorugt liðið að spila sinn bolta og því var þetta svolítið tilviljunarkennt. Við sköpuðum okkur færi og við hefðum alveg eins getað skorað á 90. mínútu.“ Umræðan um ástand grasvalla hefur verið áberandi í upphafi móts og KR-völlurinn hefur oft litið betur út. En er það því að kenna hvernig leikurinn var í kvöld. „Kannski erum við bara svona lélegir í fótbolta,“ sagði Pálmi Rafn í léttum dúr. „Nei, þetta er erfitt. Maður vill ekki taka of mikla sénsa við þessar aðstæður.“ Hann segir gott að hafa náð sigrinum eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. „Það var ekki það sem við stefndum að og því gott að klára þetta.“Indriði: Þetta var ekki fallegt Fyrirliði KR-inga vildi lítið tjá sig um dómgæsluna eftir leik KR og FH í kvöld. „Þetta var kærkominn sigur. Það er gott að hafa svona frábæra stuðningsmenn sem stóðu við bakið á okkur. Þetta var ekki fallegt en alltaf sætt að vinna.“ Hann vildi lítið tjá sig um dómgæsluna í kvöld. „Hún er bara eins og hún er og við gerum ekkert í því. Það hallar vonandi jafnt á bæði lið í lok dags og við erum bara sáttir við sigurinn.“ Skúli Jón fór blóðugur út af eftir að hafa fengið óviljandi olnbogaskot frá Kassim Doumbia. „Það er alltaf hættulegt þegar við varnarmenn förum fram. Við vitum ekki alveg hvar við eigum að hafa hendurnar. Hann var kannski óheppinn að fara svona með höndina og ég geri ekki ráð fyrir að þetta hafi verið viljandi.“ Hann segir mikilvægt að hafa unnið en mikilvægara að hafa fengið góðan leik. „Nú erum við einu stigi á eftir FH en þau hefðu verið töluvert fleiri með tapi. Þetta gefur auðvitað góða vísbendingu um það sem koma skal og vonandi sjáum við betri fótbolta með hækkandi sól og betra grasi.“Bjarni: Þurfum að vera betri en andstæðingurinn og dómarinn Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, var ánægður með sigurinn á FH í kvöld en segir of snemmt að fella stóra dóma um stöðu liðanna. „Það er hellingur eftir af mótinu. Titilbaráttan réðst ekki hér í kvöld en það er vissulega sætt að hafa náð í þrjú stig hér í kvöld,“ sagði Bjarni. KR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í kvöld eftir jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Bjarni segir þó að það hefði ekki verið slæmt hefði KR ekki unnið í kvöld. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Við áttum mjög fínan leik í Laugardalnum um daginn og vorum við óheppnir þar að fara bara þaðan með eitt stig.“ „Það er svo alltaf markmiðið að halda hreinu hér á heimavelli og skora 1-2 mörk. Það gekk eftir í kvöld með frábærum stuðningi margra KR-inga á vellinum í kvöld.“ Hann segir ljóst að barátta og læti hafi einkennt leikinn, í bland við erfiðar aðstæður. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og mikillar baráttu í liðinu,“ sagði þjálfarinn. Bjarni segir að dómgæslan hefði mátt vera betri í kvöld en það mátti sjá á honum og öðrum á hliðarlínunni KR-megin að þeir voru þar afar ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum. „Oft á tíðum virðist okkur að við þurfum að vera betri en bæði andstæðingurinn og dómarinn. Í dag tókst það.“ „Ákvarðanir dómara eru misjafnar á vellinum. Leikurinn er hraður og erfiður og það bitnaði á báðum liðum. En mér fannst ákvarðanirnar sem voru teknar ekkert sérlega skemmtilegar.“ „Það væri ágætt að sjá einhverja línu í leikjunum. Við erum ekki að biðja um neitt svakalega mikið. Bara að það sé viðmið sem við getum haft til að fara eftir í leikjunum.“vísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brink
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira