Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Hafnargarðurinn á Austurbakka 2 er dæmi um friðlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira