Viðskipti innlent

Gestgjafar Airbnb bjóði upp á afþreyingu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Flestir ferðamenn koma til Íslands á eigin vegum.
Flestir ferðamenn koma til Íslands á eigin vegum. Fréttablaðið/Pjetur
Forsvarsmenn Airbnb leita leiða til að gera gestum og hýsendum kleift að stunda afþreyingu saman. Hýsendur geti veitt gestum leiðsögn um staði og iðkað íþróttir til dæmis.





Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.
Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segist ekki óttast áhrif þessa á ferðaþjónustuna. Hún bendir á að áttatíu prósent af ferðamönnum komi hingað á eigin vegum og það sé jákvætt að ferðamenn fái leiðsögn Íslendinga sem veiti þeim húsaskjól.

„Ferðaþjónustuaðilar hérlendis skila auðvitað öllum sínum sköttum og skyldum til samfélagsins, maður hefur helst áhyggjur af því að skattar Airbnb, sem er hýst erlendis, muni renna til einhvers annars,“ segir Áshildur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×