Fótbolti

Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk í lokaumferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex í leik með U-21 árs landsliðinu.
Rúnar Alex í leik með U-21 árs landsliðinu. vísir/anton brink
Rúnar Alex Rúnarsson fékk á sig fjögur mark í 4-1 tapi FC Nordsjælland gegn FC Midtjylland í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Paul Onuachu kom Midtjylland yfir og Martin Pusic tvöfaldaði forystuna áður en Marcus Ingvartsen minnkaði muninn.

Martin Pusic bætti við öðru marki sínu á 62. mínútu og Pione Sisto skoraði fjórða mark Midtjylland tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.

Nordsjælland endar í níunda sæti deildarinnar með 38 stig eftir leikina 33, en Midtjylland endar í þriðja sætinu, tíu stigum frá meisturunum í FCK.

Guðlaugur Victor Pálsson var í varnarlínu Esbjerg sem tapaði 3-1 fyrir Randers á útivelli. Guðlaugur spilaði allan leikinn, en Esbjerg endar í ellefta sæti deildarinnar.

Theódór Elmar Bjarnason spilaði í tæpan klukkutíma þegar AGF tapaði 2-1 fyrir meisturunum í FCK. AGF endar í tíunda sæti deildarinnar.

Hallgrímur Jónasson og félagar í OB unnu ótrúlegan sigur á AaB, 3-2, en þeir lentu 2-0 undir.

Jannik Pohl og Kasper Risgaard komu AaB í 2-0 og þannig stóðu leikar allt þangað til á 67. mínútu þegar Frederik Tingager minnkaði muninn.

Anders K. Jacobsen jafnaði svo níu mínútum síðar og Azer Busuladic skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Hallgrímur spilaði allan leikinn í vörn OB, en Ari Freyr Skúlason er kominn í frí. OB endar í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×