Fótbolti

Ekkert íslenskt mark í sigri Rosenborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías í leik með Rosenborg.
Matthías í leik með Rosenborg. vísir/afp
Rosenborg er með átta stiga forskot á Odd Ballklubb í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Molde í dag.

Paal Andre Helland kom Rosenborg yfir strax á fyrstu mínútu, en Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir Molde á átjándu mínútu.

Christian Gytkjær kom Rosenborg svo í 3-1 með tveimur mörkum í fyrri hálfleiknum, en mörkin urðu ekki fleiri í síðari hálfleiknum.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Rosenborg, en Matthías Vilhjálmsson spilaði síðustu 30 mínúturnar.

Rosenborg er á toppnum með 32 stig, átta stigum á undan Odd, en Molde er í þriðja sætinu einnig með 24 stig.

Eiður Smári Guðjohnsen lék ekki með Molde vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×