Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir að ekki sé ástæða til þess að færa eða fresta ólympíuleikunum í Rio vegna Zika-veirunnar. Rúmlega hundrað læknar hvöttu stofnunina í gær til þess að svo yrði og sögðu þeir að nýjar uppgötvanir um veiruna settu leikanna í uppnám.
WHO segir aftur á móti að ólympíuleikarnir ættu ekki að breyta útbreiðslu Zika-veirunnar „verulega“. Búið er að tengja veiruna við alvarlega fæðingargalla.
Á vef WHO segir að veiruna megi nú finna í nærri því 60 löndum og ferðalög þeirra á milli haldi áfram. Besta leiðin til að forðast sýkingu sé að fylgja leiðbeiningum. Þá er óléttum konum ráðlagt að fara ekki til svæða þar sem Zika-veiran er til staðar og þar á meðal Rio de Janeiro.
Þá er mökum óléttra kvenna sem farið hafi til sýktra svæða ráðlagt að nota smokka eða sleppa kynlífi yfir höfuð á meðan á óléttunni stendur yfir.
WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum
Samúel Karl Ólason skrifar
![Herinn reynir að koma í veg fyrir útbreiðslu moskítóflugna í Rio.](https://www.visir.is/i/F408A1B5DBCE4D40E8583C9CE5589ADFFE36A335BF508A7FBC3214BA4E5BF3AB_713x0.jpg)