Þingmaður Pírata sér engin rök fyrir kosningabandalagi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2016 19:16 Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn. Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira