Áfram ekkert áætlunarflug vegna veikinda sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 14:11 Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán Ekkert áætlunarflug verður um Keflavíkurflugvöll frá klukkan tvö í nótt til klukkan sjö í fyrramálið. Ástæðan er veikindi í röðum flugumferðarstjóra en vegna yfirvinnubanns fást ekki aðrir til afleysinga. Tveir flugumferðarstjórar áttu að vera á vaktinni í nótt en báðir hafa tilkynnt um veikindi. Alls voru sextán flugvélar áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og átta til brottfarar til Evrópu á tímabilinu sem um ræðir. Þá var ekkert áætlunarflug um flugvöllinn í nótt, sem raskaði flugáætlun í morgunsárið töluvert. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist eiga von á sambærilegum töfum á morgun. „Við munum gera þetta á svipaðan hátt og í morgun. Við tökum á móti vélum eins hratt og unnt er. Í morgun lentu vélarnar hér á mjög stuttum tíma, tuttugu vélar frá Norður-Ameríku. Svo erum við með auka mannskap í farþegaþjónustu og lögregla passar upp á að manna vel landamæraeftirlit. Það mynduðust miklar raðir í vegabréfaeftirlitinu í morgun og sömuleiðis í innritun,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðasti fundur var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í viðræðunum. Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ekkert áætlunarflug verður um Keflavíkurflugvöll frá klukkan tvö í nótt til klukkan sjö í fyrramálið. Ástæðan er veikindi í röðum flugumferðarstjóra en vegna yfirvinnubanns fást ekki aðrir til afleysinga. Tveir flugumferðarstjórar áttu að vera á vaktinni í nótt en báðir hafa tilkynnt um veikindi. Alls voru sextán flugvélar áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og átta til brottfarar til Evrópu á tímabilinu sem um ræðir. Þá var ekkert áætlunarflug um flugvöllinn í nótt, sem raskaði flugáætlun í morgunsárið töluvert. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist eiga von á sambærilegum töfum á morgun. „Við munum gera þetta á svipaðan hátt og í morgun. Við tökum á móti vélum eins hratt og unnt er. Í morgun lentu vélarnar hér á mjög stuttum tíma, tuttugu vélar frá Norður-Ameríku. Svo erum við með auka mannskap í farþegaþjónustu og lögregla passar upp á að manna vel landamæraeftirlit. Það mynduðust miklar raðir í vegabréfaeftirlitinu í morgun og sömuleiðis í innritun,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðasti fundur var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í viðræðunum.
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira