„Jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:07 Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi notaði dúkku til að aðstoða sig við að svara spurningum í beinni hjá Nova. Vísir/GVA Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21
Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50